miðvikudagur, 31. október 2007
Ég er vaktstjóri!!!
Ég er ekkert smá ógeðslega stolt af mér. Ég er alveg við það að springa úr stolti sko...en mér finnst ég eiga það bara alveg fullkomlega skilið, þakka ykkur fyrir...
Ég á sem sagt að byrja á morgun í kassaþjálfun og svo um helgina er ég að fara að byrja að læra allt þetta vaktstjóralega sem ég þarf að kunna svo ég eyðilegg ekki eitthvað =Þ
Allavega, ég ætla að láta þetta smá montblogg duga í bili, og ég sé ykkur hress þegar þið mætið í 10-11 á Borgartúni =Þ
Dagmar Ýr
=D
fimmtudagur, 25. október 2007
Go Dagmar!!!!
Ég var í landafræði prófi um daginn og þegar ég fékk út úr því var ég mjög ánægð með að sjá það að ég hafði fengið 9,2 =D alveg ógeðslega sátt við sjálfa mig skal ég segja ykkur =Þ
Svo var ég líka í stærðfræði prófi um daginn og ég fékk út úr því í gær og ég fékk alveg 9,25 í því =D ég er ekkert smá mikið að brillera í stærðfræði skal ég segja ykkur. Ég er búin að skila tveimur öðrum verkefnum og ég fékk 9 og 10 út úr þeim =D
Svo er ég með 8 í meðaltali í sálfræði og af því að ég er með 100% mætingu á ég ennþá séns á því að sleppa við lokapróf =) ég þarf bara að halda mætingunni yfir 90% og fara ekki neðar en 7 í meðaleinkunn yfir alltsaman =D og mér sýnist að mér gengur bara þokkalega í því =Þ
Ég var að komast að því að ég hafði fengið 8 í verkefni sem ég var að gera um daginn um leikskóla =D ég er alveg að deyja úr duglegheitum hérna.
Kennarinn í fjölmiðlafræði ákvað að gefa ekki einkunnir eins og venjulega heldur fær maður bara annaðhvort 0 eða 0,5 eða 1. Og ég er búin að fá tilbaka úr tveimur verkefnum og fékk 1 fyrir þau bæði. Sem er nokkurnveginn 10 =Þ
Sem þýðir það að ég er ekki búin að fá neina einustu einkunn undir 7,5 alla þessa önn =D sem þýðir það að mér hefur bara aldrei gengið jafn vel í skóla =D og það er alltaf gaman þegar síðasta önnin manns er þannig =Þ
Svo erum við alveg á fullu að ákveða allt fyrir dimmisjón og útskrift og soleiðis...og við erum loksins búin að ákveða búninga en ég ætla auðvitað ekki að segja það hér =Þ ég ætla meira að segja ekki að segja neinum sem er ekki að fara að útskrifast með mér um jólin frá FÁ. Fólk verður bara að mæta í dimmisjón og sjá hversu ógeðslega frábær ég verð =Þ
Mér dettur ekkert mikið annað í hug til að segja þannig að ég er bara að pæla að láta þetta duga í bili =)
Ég heyri í ykkur einhverntímann =Þ
Dagmar duglega =D
þriðjudagur, 9. október 2007
Ekki fyrir viðkvæma!!
Þetta er sem sagt myndbandið af mér að fá tuttugasta gatið mitt =D
Afmælisgjöfin frá Ásrúnu sem hún fékk ekki að sjá af því að hún komst ekki í bæinn (geðveikur kjáni) til að horfa á.
Og það er Sessa frá Tattoo & Skart sem er að gata mig. Ég treysti engum öðrum fyrir líkamanum mínum...
Allavega...
Dagmar =D
laugardagur, 6. október 2007
Hitt og þetta...
Svo er ég alveg ótrúlega stolt af sjálfri mér í stærðfræði. Ég er langt á undan flestum í tímunum og ég er búin að skila tveimur verkefnum. Ég fékk 9 í fyrsta verkefninu og svona 10 í því sem ég skilaði í síðustu viku =D alveg geggjað dugleg skal ég segja ykkur =Þ
Ég er ekki viss um að það er neitt sérstaklega mikið annað í fréttum...eða jú, ég var að passa Ísak Mána og Loga Snæ í gærkvöldi og það var fínt...bara eins og þegar maður er að passa venjulega...=Þ En núna að ég er flutt í bæinn þá ætlar Davíð greinilega að nota mig til að passa fyrir sig...=Þ en það er bara gaman...meira gaman en ýmislegt annað sem ég gæti verið að gera í staðin allavega. En já...nóg um það...
Mér dettur eiginlega voða lítið annað í hug til að skrifa um...Ég ætla bara að fara að halda áfram að horfa á the 40 year old virgin...=Þ
Dagmar
miðvikudagur, 3. október 2007
The Goddess in me =Þ
Which God or Goddess are you like? Your Result: Goddess Sekhemet You are Sekhemet. You are loving and caring, but when need be, you are fierce and protective. You love the color red and you are no vegetarian. Your feirce nature makes you somewhat like a rebel, but you like it that way. Congratulations!! You are Goddess!! | |
Satan | |
Goddess Bast | |
God Zeus | |
You are your own God or Goddess | |
The Christian God | |
Budha | |
Jesus | |
Which God or Goddess are you like? Make Your Own Quiz |
Drama...
What Be Your Nerd Type? Your Result: Drama Nerd You sure do love the spotlight and probably have a very out-going and loud personality. Or not. That's just a stereotype, of course. Participation in the theatre is something to be very proud of. Whether you have a great voice for musicals, or astounding skills for dramas/comedies; keep up the good work. We need more entertainment these days that isn't television and video games (not that these things are bad, necessarily.) | |
Literature Nerd | |
Artistic Nerd | |
Science/Math Nerd | |
Social Nerd | |
Gamer/Computer Nerd | |
Musician | |
Anime Nerd | |
What Be Your Nerd Type? Quizzes for MySpace |
http://www.gotoquiz.com/what_be_your_nerd_type
þriðjudagur, 2. október 2007
...
Which Positive Quality Are You? Your Result: Friendship You are Friendship. Friends are those who can be counted upon in times of need. Friends are those who share in your joys and your sorrows. Friendship unites us with others beyond family and brings happiness and comfort to our lives. "Friendship is a single soul dwelling in two bodies." | |
Love | |
Charity | |
Courage | |
Faith | |
Peace | |
Which Positive Quality Are You? |
Mér fannst þetta voðalega sniðugt =)
mánudagur, 1. október 2007
Lifandi...
Það er ekkert mikið að frétta, nema hvað ég er búin að vera ógeðslega dugleg að fara í bíó =) Í síðasta mánuði er ég búin að fara 5 sinnum í bíó. Fyrst á Knocked up, svo Licence to wed, svo Knocked up, svo Hairspray, svo Knocked up og svo í gær fór ég á Superbad. En já. Mér finnst Knocked up svo mikil snilld að mig langar án djóks að fara aftur á hana í bíó =D
Það er geðveikt ömurlegt veður. Það er hálfrigning og kallt úti og það er bara ömurlegt =/ og svo er ég veik. Ég fékk þvílíkt kvef á fimmtudaginn í síðustu viku og núna er þetta búið að þróast yfir í geðbilaðan hósta. Sem er bara ennþá minna gaman.
En ég þarf að fara að undirbúa mig fyrir það að labba út í Á stofu, sem er í Ármúla 17 (skólinn er í Ármúla 12...) þannig að ég reyni að blogga aftur sem fyrst =)
Dagmar