miðvikudagur, 26. desember 2007

Pakkar!!!!

Já, ég fékk víst alveg helling af pökkum á aðfangadag. Og það er auðvitað bara gaman =Þ

En til að nefna eitthvað, fékk ég nokkrar dvd myndir (The 40 year old virgin, The Aristocats, Knocked up, Love actually, Shrek, Shrek 2, Shrek 3 og svo 6. seríu af Family Guy)
Svo fékk ég geisladiska og bók og teppi og súkkulaði og klukku og náttbuxur og plakat og dæmi til að hengja hálsmen og lyklakippur og eitthvað meira sem ég er engan vegin að muna...

Og ég náði að sanna það að ég ER besta systir í heiminum. Ó já. Ég gaf Tinnu fullkomnustu gjöf sem hún hefði geta fengið. Já. Ég gaf henni gat í naflan. Og þ.a.l. er ég pottþétt besta systir í heimi =D og það er alltaf gaman að vera best í einhverju =Þ

Ég gaf Rúnari Atla líka rosa flottar gjafir...hann fékk bók með myndum af 100 farartækjum og hvað þau heita nákvæmlega...hann var sáttur við það...svo gaf ég honum alvöru hlustunarpípu af því að þegar ég var úti var hann alltaf að leika sér við eitthvað læknadót - svo komst ég að því að hann er eiginlega hættur að leika sér með þannig...=/ en samt. Alvöru hlustunarpípa er alltaf töff. Og ég held að hann hafi verið bara nokkuð ánægður með hana =Þ
Ég og Tinna áköðum að gefa mömmu og pabba saman þetta árið, en við gáfum þeim allar seríurnar af Yes, minister og Yes, Prime minister. Þau hafa alltaf verið hrifin af þeim þáttum og þegar við sáum þetta var alveg pottþétt að þau þurftu að fá það =Þ Enda voru þau mjög ánægð með þessa gjöf...held ég...

Svo í gær átti auðvitað að vera hangikjöt og læti EEEENNNN af því að sumir þurftu að borða yfir sig af kökum og nammi var ákveðið að fresta þessu þangað til í dag. Ég var auðvitað ekki sátt þar sem ég var alveg að deyja úr hungri...(ekki það að mér finnst hangikjöt neitt sérstaklega gott...ég var bara viðbjóðslega svöng =Þ) en ég notaði þá daginn í það að gera ekki neitt nema horfa á 4 bíómyndir og 7 þætti af Family guy...góður dagur...

En hangikjötið var í dag...það var ágætt...svo er ég að fara að vinna á eftir...ehh...ekki alveg að nenna því. Mér finnst eins og það hafi verið í gær eða fyrradag þegar ég var síðast að vinna...en það var alveg á fimmtudaginn í síðustu viku...gegt langt síðan...

En ég held að það sé bara ekkert annað sem ég hef til að segja ykkur...

mánudagur, 24. desember 2007

Gleðileg jól!!!

Já, þá eru jólin komin aftur. Alltaf gaman að því =Þ Ég er bara að blogga smá á meðan ég bíð eftir að Tinna Rut verði búin í sturtu svo ég get fengið að komast að. Þetta getur tekið smá tíma =Þ

En ég get notað þetta tækifæri til að láta ykkur vita hvernig föstudagurinn minn var =) Það var sem sagt útskriftardagurinn minn og það var alveg klikkað gaman =D
Ég vaknaði eldsnemma til að komast í sturtu og gera mig ennþá fallegri en venjulega af því að ég var að fara í myndatöku kl 10. Þetta gekk allt vel og allt það og svo leggjum við af stað í myndatökuna og eyðum þar góðum klukkutíma í að taka myndir af mér, og svo nokkrar af mér, Tinnu og Rúnari Atla. Mamma og pabbi eiga nefnilega ekki góða mynd af öllum krökkunum saman. Þetta hef ég allavega heyrt nokkrum sinnum =Þ

Svo fórum við heim í nokkra klukkutíma áður en við þurftum að fara í útskriftina sjálfa...ég passaði mig að vera mjög dugleg að tilkynna þegar það voru 2 tímar, svo 1 og hálfur, svo einn tími í mætingu í Háskólabíói. Svo sit ég inní stofu og öskra að það eru 25 mínútur þangað til ég á að vera mætt, og þá er pabbi ekki byrjaður að klæða sig...ég var, vægast sagt, EKKI ánægð með þetta. En ég held áfram að "hvetja" hann til að flýta sér og við leggjum af stað 20 mínútum í 2. Og ég átti að mæta korter í...við áttum sem sagt að komast frá Breiðholti í Háskólabíó á 5 mínútum. Við vorum næstumþví 5 mínútur að komast af bílaplaninu...
Ég vill bara taka það fram að ég hef ALDREI (og ég meina í alvörunni, aldrei) fengið seint í tíma. Ég hef ALDREI verið sein. ALDREI!!!! En það munaði ENGU að ég hefði án djóks verið sein í mína eigin útskrift. Af því pabbi var lengi að gera sig til. Ekki ég, ekki mamma, það var ekki slys einhversstaðar sem tók eilífð að komast framhjá, heldur var pabbi minn lengi að klæða sig og gera sig tilbúinn...það er ekki eins og þetta var merkilegur myndatökudagur fyrir pabba. Engin tók mynd af honum. En samt var hann í heila eilífð að gera sig tilbúinn...tss...
Ekki sátt

Allavega...svo þegar ég er búin að taka við skírteininu mínu og setja á mig húfuna og láta taka fullt af myndum af mér, leggjum við af stað heim. Klukkutíma seinna erum við að leggja fyrir utan húsið. Já. Það tók okkur KLUKKUTÍMA að komast heim. Eins gott að það var ekki svona mikil umferð á leiðinni í útskriftina...

Svo um 7 leitið fara gestir að koma. Og allir gefa mér pakka =D Það voru eitthvað um 30 manns í þessari veislu og ég vil bara nota þetta tækifæri til að þakka þeim sem komu alveg innilega fyrir komuna og fyrir gjafirnar. Ég elska þær allar =D
Ef einhver hefur áhuga þá fékk ég...

Slatta af peningi
3 gjafabréf í Kringluna (sem mun koma sér mjög vel þegar ég er að notfæra mér útsölurnar í janúar :D hehe)
5 hálsmen (sem voru öll ógeðslega flott)
Geðveikt töff sett úr Bodyshop
2 æðislegar bækur =D
Family Guy seríu
og síðast en ekki síst fékk ég HEIMABÍÓ frá mömmu og pabba =D ég held að allt tuðið í mér um hversu ósanngjarnt það er að þau eru með heimabíó úti sem ég get ekkert notað hefur haft einhver áhrif á þau =Þ En þetta er algjör snilld. Geðveikt gaman að fá heimabíó og hálsmen og pening og gjafabréf og bækur og Bodyshop dót og allt sem ég fékk =D Þetta var alveg æðislegur dagur =D

Svo á laugardaginn fórum við fjölskyldan út að borða á Caruso. Mjög flottur staður. Ég var með húfuna mína =D og það voru nokkrir sem óskuðu mér til hamingju með útskriftina =) og það er alltaf gaman.

En gærdagurinn fór bara í jólaundirbúning og smá rölt í Kringlunni og dagurinn í dag er búinn að vera notaður í meiri jólaundirbúning og skúringar (ég skúraði btw...geggjað vel) og við bíðum bara eftir að fá að opna allar gjafirnar sem eru undir tréinu =D ég get án djóks ekki beðið...ég er svo forvitin =Þ þetta er að gera mig brjálaða =/

En jæja...mér sýnist að Tinna sé komin á msn...það þýðir væntanlega að hún er búin í sturtu þannig að ég held að ég ætla bara að skella mér í sturtu og gera mig fallega =Þ
Heyri í ykkur =*
Dagmar Ýr

föstudagur, 21. desember 2007

Stúdent =)

Ég vildi bara skjóta inn stuttu bloggi um það að ég er ÚTSKRIFUÐ!!! Loksins orðin stúdent. En núna þarf ég að fara og hjálpa til við að gera veisluna tilbúna =D

Bæjó =*
Dagmar Stúdent

fimmtudagur, 20. desember 2007

Snillingurinn ég =)

Já það er satt. Ég er snillingur. Og ekki svona kaldhæðnislega eins og flestir segja alltaf =Þ

Sem sagt, ÉG NÁÐI ÖLLUM PRÓFUNUM!!!!!!!!!

Ég fékk...

9 í fjölmiðlafræði
9 í uppeldisfræði
8 í sálfræði
8 í landafræði
8 í stærðfræði

=D

Ekkert smá flott hjá mér, if I do say so myself =)

Samt pínu fyndið að ég hafi fengið 9 í báðum áföngunum sem ég þoldi minnst =Þ en mér fannst ég greinilega þurfa að læra meira fyrir bæði prófin af því að mér fannst tímarnir svo leiðinlegir =Þ

En þetta er pottþétt önnin sem mér hafi gengið best á af öllum önnunum sem ég hef nokkurntímann verið í skóla. Það er auðvitað bara gaman að hafa síðustu önnina sína besta =) það eru ekki allir sem geta sagt það =)

Svo er bara útskriftin á morgun =) Ég er búin að sækja húfuna mína og kaupa föt og kápu. Ég er búin að fara á æfingu í Háskólabíói og það er búið að bjóða rúmlega þrjátíu manns í veislu heima. Foreldrar mínir líta á útskriftina mína sem afsökun til að bjóða ÖLLUM í heimsókn... og sumt af þessu fólki hef ég voðalega sjaldan hitt og mundi mjög líklega ekki þekkja ef ég mundi sjá þau í Kringlunni eða eitthvað =Þ en það er bara gaman að fá fjölskyldu og vini í heimsókn. Sérstaklega ef þau koma með gjafir handa mér *híhíhí*
Svo verður geggjað góður matur líka að sjálfsögðu. Samt mikið af þessu sem ég borða eiginlega ekki og finnst meira að segja frekar vont =/ en ég er allavega búin að heimta að það verði eitthvað geggjað gott sem ég get borðað líka. Annars væri þetta bara glatað...en það verður það ekki =)

Svo förum við fjölskyldan út að borða á laugardaginn á einhvern fínan stað...það eru samt ennþá smá deilur um hvert á að fara...mér finnst að ég ætti að fá að ráða, og þar sem mig langar í steik vil ég fara á Argentínu, en mamma er ekki alveg sátt við það...hún er ekki viss um að hana langi í steik...=/ en ég á ennþá eftir að tuða aðeins meira um þetta =Þ

En jæja...ég þarf víst að fara að halda áfram að taka til í herberginu mínu svo það er pláss fyrir tæplega 40 manns í veislunni á morgun. Herbergið mitt þarf að vera notað sem aukastofu eða eitthvað...þarf allavega að vera mjög flott. Sem ég skil svo sem fullkomlega. Ég vil eiginlega ekki að fólk sjái herbergið mitt ef það er ógeðslegt =Þ það er ekkert gaman...

En já, ég blogga næst þegar ég er orðin STÚDENT!!!!!!

fimmtudagur, 13. desember 2007

Reunion...

Í morgun vaknaði ég eldsnemma til að þvo þvott og baka pie handa pabba mínum, af því að ég þurfti að keyra til Keflavíkur og sækja alla fjölskylduna mína sem voru að lenda á Íslandi rúmlega 11 í morgun =D

Það er nú ekkert mikið annað að frétta, nema ég er pottþétt búin að ná bæði sálfræði og fjölmiðlafræði, og bíð bara spennt eftir að fá svör frá hinum kennörunum sem ég spurði hvort ég hefði náð prófunum =Þ

Ég heyri þá bara í ykkur öllum seinna =)
Dagmar Ýr

þriðjudagur, 11. desember 2007

Ýmislegt mismikilvægt

Jæja...mér datt í hug að það er kannski kominn tími á pínu blogg...

Það er geðveikt mikið búið að gerast síðan ég bloggaði síðast...enda búið að líða smá tími síðan...=Þ en ég ætla að reyna að taka mig á núna =)

Það var sem sagt Dimmisjón hjá mér 23. nóvember og það var geggjað gaman. Pínu klúður yfir daginn, en ekkert sem var ósigranlegt =D
En það var ekkert mjög mikið fréttnæmt af þeim degi...

Hvað meira?

Já...prófin auðvitað löngu byrjuð, ég er meira að segja næstumþví búin =) Bara eitt próf eftir og það er á morgun =D
Ég er búin í fjölmiðlafræði, uppeldisfræði og landafræði. Ég held (og vona) að mér hafi gengið vel á þeim öllum =) það er allavega ekki ennþá búið að koma neitt sem ég veit alls ekki hvað svarið er. Og það er auðvitað mjög gott =)
Og það er sem sagt bara stærðfræði eftir.
Bíddu...núna eru einhverjir alveg "en var hún ekki í 5 áföngum?" og jújú, mikið rétt, ég var í 5. En...af því að ég var með 8,4 í meðaltal í sálfræði og 100% raunmætingu, fæ ég að sleppa við lokapróf. Ég lækka hinsvegar niður í 8, af því að ég var bara með 8,4...=/ ef ég fengi 0,1 meira, væri ég með 9 í staðin fyrir 8. Ekkert smá fúlt. En það verður bara að hafa það. Ég meina, 8 er ekkert léleg einkunn =D

Svo er ég búin að vera að vinna eins og brjálæðingur núna...Ég á bara að vera að vinna aðrahvora helgi og 2 daga í viku, eins og fólk ætti að vita...en af því að allir eru að hætta eða í útlöndum, var ég búin að vinna 30klst á 4 dögum um daginn...og ég átti bara að vera að vinna í 6 af þessum 30...sem er kannski ábending um það er ég er búin að vera að vinna geggjað mikið.
Svo er endalaust verið að hrósa mér í vinnunni. Mér finnst það alveg geðveikt. Dagmar verslunarstjóri sagði við mig um daginn að hún heldur að ég sé besti vaktstjórinn sem hún er með. Ekki út af öllum aukavöktunum sem ég er að taka, heldur af því að ég er svo fljót að læra...sem er víst alveg satt. Ég er búin að vinna þarna í rétt rúmlega mánuð og það er eiginlega ekki neitt sem ég veit ekki. Það er örugglega eitthvað, en ekkert sem hefur komið uppá ennþá =) Ég er bara mjög ánægð í vinnunni, og er gegt að vona að ég geti fengið að vera í fullu starfi þarna eftir áramót og safnað mér pening fyrir bíl =D

Svo er eitt annað í fréttum. Ég er orðin svo ógeðslega þreytt á umgengni heima hjá mér að ég hef ákveðið að það verður ekkert haldið partý eða hitting eða teboð eða neitt, þangað til fólk fer að sýna smá ábyrgð og þroska og fara að taka til eftir sig. Ég nenni engan veginn að vera að vaða í skítugum glösum, tómum bjórdósum og almennu rusli alla daga eftir að fólk kemur í heimsókn.
Þetta er bara fáranlegt. Þannig að...fólk verður annaðhvort að sanna sig eða finna annan stað til að hittast um helgar.

Og þá held ég að þetta sé bara komið hjá mér
Ég heyri í ykkur
Dagmar