fimmtudagur, 23. október 2008

Bókfærsla

Ég hef eiginlega alltaf haldið að ég væri ekki týpan sem væri góð í öllu þessu, bókfærslu, viðskiptafræði dæmi - af því að mér hefur alltaf fundið þetta viðbjóðslega leiðinlegt...

Nema hvað...

Ég er búin að komast að því að ég er bara bókfærslusnillingur :D

Kennarinn er alltaf að hrósa mér. Hann er alltaf að segja að eitthvað ákveðið er mjög gott hjá mér og frábært að ég geti gert þetta dæmi og eitthvað. Svo, síðasta þriðjudag, sagði hann við mig að ég gæti bara alveg eins kennt þetta fag :P og þetta var bara geðveikt skemmtilegt að fá að heyra :)

Í morgun langaði mig ENGAN veginn framúr...það var svo kallt og ég svaf svo illa og ég vildi bara kúra...en...svo hugsaði ég, "Nei...ég verð að fara í bókfærslu...mig langar að fá smá hrós" :P og, viti menn, ég fékk hrós. Ég gat eitthvað frekar snúið dæmi og hann sagði að honum fannst það alveg snilld að ég gæti þetta, af því að hann var ekkert búinn að fara í þetta.

Ég er svo ánægð :D

En svo... (eins og í bókfærslu...það er eitt jákvætt og annað neikvætt :P) er ég búin að vera veik svo lengi að ég gæti dáið. Ég fékk flensu tvisvar...Það voru þrír dagar inná milli sem ég var góð. Svo grunar mig að ég sé að fara að fá ælupestinn sem er núna farinn að ganga...þetta er alveg FÁRANLEGT!!!!!! Mér finnst bara ósanngjarnt að ein manneskja verður að vera veik í margar vikur...
Og það er ekki eins og ég er búin að geta verið heima á meðan ég var veik til að reyna að ná mér...ég get ekki sleppt einum degi í skólanum af því að þá missi ég af svo ógeðslega miklu. Og ég vil það engan veginn. Og ég get ekki tekið fleiri veikindadaga í þessum mánuði af því að ég hef einfaldlega ekki samviskuna í það.
En við vonum bara það besta :)

fimmtudagur, 2. október 2008

Þá er þetta búið

Jæja, allir vinir mínir sem lesa bloggið mitt (sem ég held reyndar að sé bara einn...kannski tveir) þurfa að fá að vita að það verður ekki aftur komið heim til mín um fríhelgar. Þið megið kannski koma í heimsókn, en ekki partý.

Aldrei aftur.

Ég er svo virkilega reið út í næstumþví alla sem komu um helgina að ég gæti grátið. Ég vona bara að þið skammist ykkur. Draslið sem kemur frá ykkur er ógeðslega. Af hverju þarf ég að þrífa það? Af hverju getur engin komið daginn eftir eða tveim dögum seinna og hjálpað mér að taka til? Það eina sem neinn gerir er að koma og sækja áfengið sitt. Og ég vil taka þetta tækifæri til að láta ykkur vita að áfengið ykkar sem þið hafið skilið eftir er ekki til lengur. Með einu exception.

Muniði kannski að í desember sagði ég ykkur að þið munduð fá annað tækifæri til að sanna það að ég mundi halda áfram að vera með partý, en í þetta skipti verða engin fleiri tækifæri. Þetta var of alvarlegt brot...

Be ashamed, people...
Dagmar