sunnudagur, 23. mars 2008

Gleðilega páska!!

Gleðilega páska, allir þið sem lesa bloggið mitt!!! =D



Wow hvað árið er að líða hratt. Mér finnst að jólin hafa verið í fyrradag =Þ

Páskarnir hjá mér eru búnir að vera alveg fáranlegir...ég er búin að vera að vinna í ALLAN DAG!!! Frá rúmlega hálf 8 til tæplega hálf 18...við erum að tala um næstumþví tíu klukkutíma...sem betur fer fæ ég alveg ekkert smá góð laun fyrir þetta =)

En þegar ég kom heim eldaði ég páskamatinn minn =) hakk og spagettí. Og núna er ég að fara að sækja páskaeggið mitt úr ísskápnum og borða það =) Ég hlakka voða mikið til =Þ ég er ekki búin að fá páskaegg í heilt ár!! =Þ skrítið...ég veit *haha*

En ég er alveg ein hérna...sem sökkar smá. Ég hef engan til að deila frábæra matnum mínum með...og ég get svo svarið fyrir það að hakkið og spagettíið mitt var svo gott að mig langar næstumþví ekki að fá mér páskaegg. En bara næstumþví =Þ

Jæja, það er góð mynd að fara að byrja í sjónvarpinu þannig að ég ætla bara að hætta þessu bulli =)

Dagmar

föstudagur, 21. mars 2008

Mánuður =O

Jæja Jóhanna, þá er ég loksins að blogga. Það er ekki eins og ég hafi neitt betra að gera í augnablikinu =Þ

Og þá er bara að muna það sem ég hef gert síðasta mánuð...

Ég var með stelpukvöld um daginn. Ég bauð stelpunum í heimsókn og við hlustuðum á tónlist og spjölluðum saman og svoleiðis. Við vorum búnar að kaupa andlitsmaska og ís og eitthvað og ætluðum bara að hafa þetta alvöru =)
Þórdís vildi líka að við (og þá meina ég Sól) krotaði á bakið hennar til að sjá hvort hugmyndin hennar að tattooi væri flott. Og það endaði svona...

Sem sagt skriftin niður bakið hennar. Gegt flott.

Ég ákvað að halda "Takk fyrir matinn" partý handa Þórhildi. Hún hefur nefnilega oftar en rosalega oft gefið fullt af vinum sínum mat þegar hún var að vinna á Serrano, en fékk aldrei neitt í staðinn. Mér datt þá í hug að halda surprise partý handa henni. Við þurftum samt að hafa þetta á sunnudegi af því að það var síðasti dagurinn hennar. Þannig að þetta þurfti að vera matarboð en ekki venjulegt partý. Og ég þurfti að hugsa voðalega mikið um hvað ætti að elda. Mér datt í hug að það væri frábær hugmynd að fara sem lengst frá mexikóskum mat og hægt væri =Þ Svo kom besta hugmynd ever. Auðvitað ætti ég að hafa japanskan mat. Hún var einmitt á einhverju japönsku námskeiði eða eitthvað og fannst það alveg geggjað. Þannig að ég pantaði svona sushi veislubakka frá sushi staðnum hjá Iðu. Þetta partý hepnaðist alveg ótrúlega vel. Þórhildur var mjög ánægð (held ég allavega...) og þetta var bara ógeðslega skemmtilegt =D

Nema ég var veik daginn eftir...og var send heim úr vinnunni eftir svona korter...

Nokkrum dögum seinna kom Jóhanna í heimsókn með Ella og Aron Kára =D

Hann Aron Kári er alveg voðalega mikið krútt =)

Eins og sést á þessari frábærri mynd sem ég tók =)

Og svo er hann farinn að læra að skríða líka =)

Hann var voðalega spenntur að fá iPodinn minn =Þ og var alltaf að skríða eftir honum. Hann fékk samt ekki að fá hann =Þ

Hvað hef ég annað gert í þessum mánuði...?

Vinna á fullu að sjálfsögðu...

Svo fór ég reyndar í bakinu um daginn...það var ömurlegt...en ég jafnaði mig fljótlega á því...

En ég bara man ekki eftir neinu öðru sem er þess virði að segja ykkur...

Þannig að ég læt þetta bara duga...

Bæbæ
Dagmar Ýr