Sumir eiga bara ekki að fá að vera í vinnu. Ég hef áður tuðað um svona vesen á fólki í vinnu, en þetta fór bara alveg með mig í gær.
Ég var sem sagt á dagvaktir um helgina, eins og venjulega, og þá á einhver að koma klukkan 4 og taka við af mér. Á laugardaginn var strákurinn sem átti að koma klukkutíma seinn, út af smá misskilningi, en hann er alltaf seinn. Svo í gær var hann líka seinn. Ég hringdi í hann 10 mínútur yfir 4 og hann eiginlega skellti á mig, og svo korter í 5 hringir Óli í mig og sagði mér að Axel (seini gaurinn) hafi sagt við hann að hann meikaði ekki að vera að vinna þessa helgi af því að hann vildi fá frí en það gekk ekki. Ég var svo reið þegar mér var sagt þetta, að það var alveg ótrúlegt. Eins og ég sagði, þá eiga sumir ekki að fá að vera í vinnu. Ekki ef þeir ætla að haga sér svona og fara í fýlu ef það sem hann vill getur ekki verið gert.
Ég meina, ég vildi fá að vera á dagvöktum núna, en það gekk ekki, en ekki er ég í brjálaðri fýlu og bara neita að mæta út af því.
En talandi um allt annað, þá á mamma afmæli í dag. Ég var rosalega góð og gaf henni snilldar afmælisgjöf =) En hún getur skrifað um það á sinni eigin bloggsíðu, ef hún mun nokkurntímann nenna því =Þ
Jæja, það er ekkert annað sem mér finnst mikilvægt að segja ykkur í bili...
Nema kannski að ég á afmæli eftir 9 daga =D
Dagmar Ýr
mánudagur, 26. maí 2008
mánudagur, 19. maí 2008
Nýr bloggari
Jæja...þá eru fleiri búnir að bætast í heim bloggara og engin annar en Jóhanna (besta frænka í heimi) í þetta sinn.
Slóðin er http://www.frujohanna.blogspot.com/
=D
Slóðin er http://www.frujohanna.blogspot.com/
=D
fimmtudagur, 15. maí 2008
Ok...betra blogg
Ég veit ekki hvort allir vita þetta, en ég var að lita á mér hárið fyrir nokkrum vikum. Ég er núna orðin ljóshærð. Ég er búin að venjast þessu algjörlega, og mér finnst bara kjánalegt að sjá mig dökkhærða á myndum.
Og fyrir fólk sem er ekki mjög hrifið af þessu ætla ég bara að segja að mér er alveg sama hvað þeim finnst, ég nenni ekki að heyra að þetta sé asnalegt, eða ljótt eða eitthvað annað neikvætt. Mig langaði að gera þetta, þannig að ég gerði þetta. Og þannig er það bara. Ég er ekki að fara að lita hárið mitt dökkt bara af því að einhver sagði mér að þeim finnst ég ætti að gera þetta.
Ég er ÓGEÐSLEGA ánægð með þetta =)
Og hérna eru myndir (aðallega fyrir Tinnu, af því að hún er að verða brjáluð)
=D
Og fyrir fólk sem er ekki mjög hrifið af þessu ætla ég bara að segja að mér er alveg sama hvað þeim finnst, ég nenni ekki að heyra að þetta sé asnalegt, eða ljótt eða eitthvað annað neikvætt. Mig langaði að gera þetta, þannig að ég gerði þetta. Og þannig er það bara. Ég er ekki að fara að lita hárið mitt dökkt bara af því að einhver sagði mér að þeim finnst ég ætti að gera þetta.
Ég er ÓGEÐSLEGA ánægð með þetta =)
Og hérna eru myndir (aðallega fyrir Tinnu, af því að hún er að verða brjáluð)
=D
Bloggleysi? Ég trúi þessu ekki...
Í gær fékk ég þær fréttir að einhver ákveðin aðili var að segja mér að fara að blogga af því að ég væri ekki búin að blogga í svo ógeðslega langan tíma...Ég fékk þessar fréttir ekki frá þessum ákveðna aðila, heldur þurfti einhver annar aðili að segja mér frá þessu. Og þá vaknar ein spurning hjá mér. Af hverju getur þessi ákveðni aðili ekki bara sent mér tölvupóst, ef hann er svona forvitinn um lífið mitt?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)