laugardagur, 16. júní 2007

Baksturskvöld...

Ég og Rúnar Atli voru ógeðslega dugleg að baka í gærkvöldi :) Mig langaði allt í einu alveg rosalega að baka, og ég vissi að það var til svona muffin mix þannig að ég ákvað bara að gera það og fá einn hjálpara til að hjálpa við þennan mikla bakstur :)

Það gekk voða vel að setja vatnið og olíuna út á duftið, en pabbi þurfti að hlaupa út í sjoppu fyrir okkur að kaupa egg...og hann keypti smá gos í leiðinni :P

Hérna sést hvað Rúnar Atli var virkilega duglegur að hjálpa mér að hræra og setja deigið í formin og allt það :P









En hann var hins vegar MJÖG duglegur að hjálpa við þrifin...:P eins og sést hér á myndinni...

Muffinsin voru mjög girnileg í útliti meira að segja áður en ég setti þær í ofninn. Það voru 12 muffins allt í allt, og í tilefni þess að ég komst inní FÁ, ákvað ég að að breyta smá til og setja svona skraut ofaná þær, þannig að 3 voru með venjuleg sprinkles (svona marglita) 3 með súkkulaði sprinkles, 3 með svona lituðum kúlum og 3 bara venjulegar...

Eins og þið sjáið...MJÖG girnilegt :)

Svo voru þær auðvitað líka mjög girnilegar þegar þær komu út út ofninum...









Eins og sést

Svo fengum við okkur muffins í eftirrétt soldið mikið eftir að við borðuðum :P og fólki fannst þær bara góðar. Nema avísu Tinna sem smakkaði ekki, en ég hugsa að hún er ekki mikið fyrir bláberja muffins, en þær voru bakaðar núna. Svo næst þegar ég baka verður það væntanlega epla og kanil muffins sem ég hugsa að séu bara mjög góðar :D

Svo eftir þennan erfiða dag af bakstri og ljósmyndun hjá pabba og Rúnari Atla settust þeir uppí sófa og fóru bara að "sofa" og ég vara auðvitað með myndavélina á lofti og tók nokkrar myndir til að sýna ykkur sem hafa ekkert betra að gera en að lesa bloggið mitt :P


Jæja, nóg í bili
Dagmar

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

flott mynd af feðgunum :-)

kv,
mamma

Nafnlaus sagði...

úú hljómar skemmtilega, maður ætti kanski að gera eitthvað svona með krökkunum... hmm... pæling... takk fyrir hugmyndina gella ;)