mánudagur, 30. júlí 2007

Maerua Mall

Við Þórdís kíktum í bæinn í dag =Þ og það var gegt gaman. Við fórum í fullt af búðum og keyptum okkur fullt af drasli (allt nothæft drasl samt =Þ við vorum ekkert að kaupa neitt sem við notum ekki sko...)

Ég keypti mér Pétur Pan á DVD, af því mér finnst þessi mynd algjört æði og mér finnst lang flestar Disney myndir bara snilld. En mér er búið að langa í hana í rosa langan tíma þannig að ég ákvað í dag að kaupa hana bara. Svo keypti ég mér eina bók líka sem er gegt góð.
Svo sá ég svo flott náttföt að það var alveg ótrúlegt =D ég þurfti að kaupa þau. Þetta er ÓGEÐSLEGA bleikt og það er bara gaman =Þ en þetta er hlýrabolur og svona gegt stuttar stuttbuxur. Klikkað flott. Ég ætla gegt að sofa í þeim í nótt =D ég keypti mér líka armbönd í þessari búð. Gegt flott silfur armbönd í stíl við væntanlega hringa sem ég ætla að kaupa mér =D eða fá í afmælisgjöf frá Húgó sem er í Tyrklandi =) og já. Ég keypti líka nærbuxur.
Svo keypti ég mér geisladisk með Michael Buble. Ég er orðin alveg hrifin af honum núna =Þ

Við fórum líka á Mugg & Bean í mollinu og fengum okkur samlokur og frappé (sem er eiginlega bara fancy orð yfir smoothie held ég) og þetta var allt gegt gott =D

Svo stoppuðum við í vínbúð og keyptum okkur hvítvínsflösku og Amarula flösku. Fyrir ykkur sem vita það ekki, er Amarula svona líkjör mjög svipaður Bailey's en gert með marula ávextinum sem er mikið af í Namibíu. Ég held að þetta sé alveg namibískt áfengi. Suður afrískt allavega. Ég þori samt ekki ALVEG að svara fyrir það =Þ
Og þetta tvennt kostaði rétt rúmlega 60 dollara, sem er eitthvað um 600kr íslenskar. Sem er nú EKKI NEITT!! og við erum að nýta okkur þetta ódýra áfengi á meðan við erum hér og erum búnar að plana að fá okkur af og til hvítvín eða rauðvín eða eitthvað soleiðis. En þetta vín bara alveg bara mjög gott. Besta hvítvínið sem ég hef keypt allavega =Þ enda fyrsta flaskan sem ég kaupi *híhí*

Svo held ég að það er bara voðalega fátt annað í fréttum hjá mér. Ég er að spá í því að baka muffins á eftir - ef ég finn allt sem ég þarf í það allavega. Og núna fékk ég hiksta. Það ætti að skemma þann sem fann upp hiksta *reið*
Dagmar

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Í þessari færslu þá kemur orðið "gegt" 4x fyrir... Gætiru nokkuð sagt mér hvað það þýðir.. Með fyrirfram þökk

Nafnlaus sagði...

Hurru...þú bara verður að bjóða mér í muffins...það bara þýðir ekkert annað...það sem þú bakar er gegt gott.
have more fun... og DK verður snilld újé...takk fyrir commentið á trukkuslessus.