föstudagur, 6. júlí 2007

Ýmislegt skemmtilegt...

Ég fór með mömmu, pabba og Rúnari Atla í bæinn í dag og við skruppum í búðir og á kaffihús og allt svoleiðis eins og venjulega =Þ
Við byrjuðum á því að kíkja á föt handa Rúnari og hann fékk nokkrar peysur og buxur sem hann var mjög sáttur með. Hann fékk meira að segja að velja fötin sjálfur :)
Svo fórum við á kaffihús og fengum okkur kaffi og muffins...ég fékk mér allavega kaffi og muffin...hin fengu sér eitthvað annað, en ég býst ekki við því að neitt af þessu skipti neinu máli...

Allavega...svo þegar við vorum búin að borga fékk ég að kíkja í Mr. Price þar sem ég hef langoftast fundið mér einhverja boli og eitthvað. Ég hef samt aldrei fundið neinar buxur...mér finnst þær vera allar svo ljótar og litlar... anyway...ég fór inn og var eitthvað að kíkja, og ég var með grófa hugmynd um hvað ég vildi þannig að ég fór bara beint þangað. Ég fann mér 2 venjulega stuttermaboli, annar svartur og hinn grænn og svo 3 stuttermaboli, einn svartur, einn rauður og einn blár og þeir eru allir með eitthvað sniðugt skrifað á þá, svo voru líka 3 venjulegir síðermabolir, einn af þeim er svartur og einn er rauður og hinn er hvítur og svo var einn síðermabolur sem er grænn með eikkeru sniðugu skrifað á hann og svo var einn gegt töff bolur sem er grænn og eins og hann sé skyrta en samt ekki...<<>> og svo fékk ég líka eina svarta peysu. Hún er gegt töff. og með hettu...<<>>

Svo er annars voða lítið annað að frétta... mér datt bara í hug að þið vilduð öll vita hvað ég er orðin rík í fötum =Þ
Jæja, meira seinna
Dagmar Ýr

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingjum með öll nýju fötin :)