sunnudagur, 19. ágúst 2007

17. ágúst 2007

Við byrjuðum á því að taka myndir af tjaldinu. Við ætluðum að gera það daginn áður en af því að við komum aftur svo seint gátum við það ekki.
Allavega...myndir...

Hérna sést tjaldið okkar. Voða krúttlegt og sætt =Þ

Þetta er umhverfið sem við vorum í. Það var alveg rosalega flott sko. Þetta minnti mann á Kanada svona pínu sko. Mikið af trjám og það var allt þokkalega grænt, miðað við það að núna er þurratímabilið í Namibíu.

Ok. Hérna sést rúmin okkar. Það var gegt næs að hafa rúm í tjaldi =)

Það var meira að segja klósett og sturta líka...Hérna er klósettið og vaskurinn =Þ

Og hérna er sturtan. Já. Þetta var ÚTI!!! Alveg geggjað töff sko!! Það var samt alveg gegt spes að fara í sturtu undir berum himni =Þ Sérstaklega þegar það var dimmt úti.

Þetta er ekki alveg nógu góð mynd, en þetta er sem sagt þar sem áin á að vera þegar það er rigning. Og þar sem það var engin rigning núna var þetta bara alveg þurrt og ef maður hefði óvart dottið þarna niður eru ekki miklar líkur á því að maður gæti sagt neinum frá því...

Og svo er hérna matsalurinn þar sem við fengum að borða á matartímum. Það var svona stráþak yfir borðunum en annars var bara allt undir berum himni =D

En já, svo keyrðum við frá Opuwo til Ondangwa sem er bær mjög nálægt landamærunum við Angóla.
Svo keyrðum við aðeins meira að spítala sem heitir Engela og það er með frábæra aðstöðu fyrir fæðingar. Það eru margar konur sem koma þangað frá sínum heimabæjum til að fæða á þessum spítala. Konurnar geta hinsvegar ekki fengið rúm þarna fyrr en þær eru bara að fæða. Þannig að það eru rosalega margar konur sem bara gista undir tréi sem er rétt hjá spítalanum. Ég er ekki að grínast sko.
Ein kona var búin að vera þarna í svona mánuð alveg kasólétt að bíða eftir að fá að fæða barnið sitt á spítalanum.
Pabbi tók nokkrar myndir af þessu en ég tók engar. Hann ætlar svo víst að skrifa grein um þetta í eitthvað blað heima á Íslandi og ég get bara látið ykkur vita þegar það gerist og þá getiði séð myndir og fengið aðeins meiri upplýsingar um þetta.

En svo var ekkert meira skemmtilegt sem við gerðum þennan dag. Nema að spila Monopoly =D Þórdís vann samt =/ En ég vann þegar við spiluðum fyrst =D í Khorixas.

Engin ummæli: