laugardagur, 18. ágúst 2007

Blogglaus vika =O

Já, það er ekki oft sem ég fer heila viku án þess að blogga...en ég hafði MJÖG góða ástæðu fyrir það núna =Þ

Ég var sem sagt í ferð frá síðasta laugardag þangað til fyrir nokkrum klukkutímum =Þ Og það var geðveikt skemmtileg ferð. Sumt var alveg skemmtilegra en annað og allt það, en það var ekkert sem var alveg BRJÁLÆÐISLEGA leiðinlegt =Þ
Það versta var að ég gat ekki farið á msn alla þessa daga =Þ
En ég ætla að blogga um ferðina þegar ég er búin að setja myndirnar inná tölvuna mína. Þá koma væntanlega 7 bloggfærslur í röð á morgun af því að mér finnst allt of mikið að skrifa um 7 daga í einni færslu sko. Þannig að ég skrifa þetta allt í öfugri tímaröð svo þið getið lesið fyrst hvað gerðist 14. ágúst og svo hvað gerðist 15. og svo framvegis (gegt flókið =Þ híhí)

En svo er ég búin að fá einkunnir úr 3 fögum núna. Ég fékk 7 í sögu 303, 7 í íslensku 633 og 6 í íslensku 503 =D og ég er bara mjög sátt við allar þessar einkunnir =D
Svo á ég eftir að fá úr félagsfræði 313. Sem ég skil ekki af hverju. Ég tók prófið 13. ágúst eins og ég átti að gera, og það var sent í faxi sama dag. Það var LÍKA sent í hraðpósti sama dag þannig að kennarinn hefur nákvæmlega enga afsökun fyrir það að hafa ekki sett einkunnina mína inná netið, eða þá ekki farið yfir prófið *brjál*
Þannig að ég sendi honum velorðað bréf (að mínu mati allavega) og ég bíð bara spennt eftir svari...

En jæja. Ég ætla að hætta þessu og fara að gera eitthvað sem mér finnst gegt skemmtilegt. Sofa út kannski? =D (ég er búin að vakna fyrir 7 alla dagana í heila viku held ég...og það er MJÖG erfitt. Þannig að ég sef út á morgun =D gegt næs)
Dagmar Ýr

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara gegt stuð í namibíu... Bíð spennt eftir ferðasögunni og myndunum
Knús frá okkur