Já ég er loksins búin í prófunum í fjarnáminu =D Ég get núna loksins farið í sumarfrí =Þ En án djóks, ég er ekki búin að vera í fríi síðan á afmælinu mínu. Og það var bara dagurinn áður en sumarskólinn byrjaði =Þ
En allavega, mér gekk bara alveg gegt vel í félagsfræðiprófinu =D þetta var auðveldasta prófið sem ég hef farið í núna í sumar =Þ enda þróunarlandafélagsfræði. Og hvar er ég? Í þróunarlandi *hehe* I'm on fire *sizzle*
Svo núna hef ég ekkert að gera!!! =D loksins!!!! ég hef beðið eftir þessu síðan ég byrjaði í fjarnámi í FÁ!!! =Þ
Í gær fórum við á veitingastað rétt fyrir utan Windhoek og þetta var alveg snilldar staður. Það var engin matseðill, en þegar það kom að aðalréttinum var bara gaur sem kjötstykki á sverði og skar af kjötina yfir á diskana hjá fólki. Ef það vildi þá tegund af kjöti sem hann var með á þessu sverði. Það var nautakjöt, springbok, lambakjöt og svínakjöt. Og fullt af grænmeti og salat og maisbaunir í einhverju rjómaveseni sem ég var ekkert það hrifin af =/ en allt hitt var bara æði =D Nema fetaosturinn og ólífurnar í grísku salatinu *sek*
Anyway, svo er ég að fara með pabba og Þórdísi í næstumþví vikuferðalag á morgun =D við byrjum á því að fara til Swakopmund, og þá er mamma og Rúnar Atli með okkur, og svo förum við 3 (ég, Þórdís og pabbi) að keyra norður til að skoða fullt af dóti. Pointið með þessari ferð er í rauninni það að hitta Himbana í norður Namibíu af því að pabbi þarf eitthvað að hitta einhverja höfðingja þar og ég og Þórdís fáum að fljóta með til að sjá sem mest af Namibíu. Svo á heimaleiðinni keyrum við í gegnum Etosha til að reyna að sjá einhverja fíla og svoleiðis =D
En allavega, ég ætla að fara að njóta þess að gera ekki neitt =D
Sjáumst eftir einhverja daga (nema ef ég ákveð að blogga á eftir =Þ )
Dagmar
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli