mánudagur, 20. ágúst 2007

Skóli...

Jæja, þá eru allar einkunnar komnar hjá mér...loksins

Ég fékk 6 í íslensku 503 sem ég var sátt við. Ég sá soldið eftir því að hafa farið í þennan áfanga í fjarnámi. Ég hefði vilja hafa kennara til að útskýra allt fyrir mér og svoleiðis, og líka lengri tíma til að lesa allt. En ég náði allavega og það er aðalpointið =Þ

Svo fékk ég líka 6 í félagsfræði 313 sem ég var EKKI sátt við...engan veginn sko. Mér fannst mér ganga svo ógeðslega vel í prófinu og svo fékk ég 10 fyrir 3 verkefni, 9,5 fyrir annað og svo 7 fyrir annað. Svo fékk ég bara 6 sem lokaeinkunn!!! Ég var MJÖG ósátt við þetta skal ég segja ykkur...

Svo fékk ég 7 í íslensku 633 sem ég var bara þokkalega sátt við. Kennarinn virtist ekki vera nógu sáttur við hvernig ég skrifa ritgerðir þannig að ég fékk bara ekki hærra. En ég er nú samt ekkert ósátt við þetta.

Svo fékk ég 7 fyrir sögu 303 sem ég var bara MJÖG sátt við. Þetta er hæsta einkunnin sem ég hef fengið fyrir neinn sögu áfanga. Ég fékk bara 6 fyrir 103 og 203 =D Þannig að ég kvarta ekki neitt út af þessu =D

Í dag var Erla svo góð að sækja stundaskrána mína uppí skóla í dag (hún lét reyndar mömmu sína gera það *híhí*) og svo sagði hún mér í hvaða áfanga ég var skráð.
Í haust á ég sem sagt að fara í:
landafræði 103 (sem ég þarf að fara í til að ná að útskrifast)
sálfræði 303 (sem ég þarf eiginlega að fara í líka - svo langar mig bara að fara í þann áfanga)
stærðfræði 313 (sem er tölfræðiáfangi sem ég mjög gott að hafa þegar maður ætlar í háskóla)
og svo á ég að fara í sögu 303 og félagsfræði 313...Já... gaman. Ég þarf að skrifa velorðaðan tölvupóst á eftir (fá hjálp frá pabba við það allavega) til að láta laga þetta.
Töflubreytingarnar eru bara til klukkan 12 á miðvikudaginn og við náum því ekki nema bara með mesta heppni alheimsins sko. Þannig að ég þarf eitthvað að ræða þetta við einhverja =Þ

Allavega ég ætla að fara að leika við Rúnar Atla. Þetta er síðasta kvöldið okkar saman þangað til í desember =(

Dagmar Ýr

Engin ummæli: