Já það eru nokkur ævintýri búin að gerast í dag skal ég segja ykkur...
Ekki nóg með það að ég er að fara að dimmitera eftir nokkra daga er ég að fá ælupest. Er hægt að hafa betri tímasetningu á þessu? Ég held bara ekki...
Svo fór ég á kaffihús með Þórhildi, Ásrúnu og Önnu Maríu, og svo þegar við erum búnar að borða kveikir Þórhildur næstumþví í mér. Án djóks. Borðið datt næstumþví og kertastjakinn fór á borðið og kertið rúllaði út og á mig og svo niður á gólf. Sem betur fer kviknaði ekki í mér, og ekki í gardínunum heldur. Ég fékk bara fullt af vaxi á mig og fötin mín. Sem sökkar af því að þetta eru uppáhaldsbuxurnar mínar =/ en það verður víst bara að hafa það...
Svo þegar við vorum búnar í Kringlunni ákvöddum við að fara í Toys "R" Us til að leita að perlum sem ég gæti keypt til að skreyta búninginn minn aðeins (úrvalið var ekki nógu gott í dótabúðinni í Kringlunni) og á leiðinni keyrir Ásrún aftan á bíl. Sem betur fer var þetta ekki mjög alvarlegt og bíllinn slapp alveg ótrúlega vel, og engin slasaðist alvarlega. Ég er hinsvegar mjög aum í bringunni og það gerir það erfitt að anda og svo er mér illt í rifbeinunum þar sem beltið var á mér. Ég hélt ég var að deyja áðan. Ég rétti aðeins úr mér og fékk svo mikinn verk í rifbeinin að ég var viss um að ég væri brotin. Ég er samt nokkuð viss um að svo er ekki, en ég er samt aum. Við náðum samt að komst í Toys "R" Us og kaupa perlurnar og ég hlakka bara til að klára að gera búninginn tilbúinn =D
Jæja, ég ætla að fara að jafna mig =Þ
Dagmar Ýr
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
yey við komumst í Toys"R" Us, annars var ég að koma heim af dimmó æfingunni og vona að þér fari að líða betur
hvenær kemur blog um dimmiteringuna þína og myndir ?!?!?!
Skrifa ummæli