Já, þá eru jólin komin aftur. Alltaf gaman að því =Þ Ég er bara að blogga smá á meðan ég bíð eftir að Tinna Rut verði búin í sturtu svo ég get fengið að komast að. Þetta getur tekið smá tíma =Þ
En ég get notað þetta tækifæri til að láta ykkur vita hvernig föstudagurinn minn var =) Það var sem sagt útskriftardagurinn minn og það var alveg klikkað gaman =D
Ég vaknaði eldsnemma til að komast í sturtu og gera mig ennþá fallegri en venjulega af því að ég var að fara í myndatöku kl 10. Þetta gekk allt vel og allt það og svo leggjum við af stað í myndatökuna og eyðum þar góðum klukkutíma í að taka myndir af mér, og svo nokkrar af mér, Tinnu og Rúnari Atla. Mamma og pabbi eiga nefnilega ekki góða mynd af öllum krökkunum saman. Þetta hef ég allavega heyrt nokkrum sinnum =Þ
Svo fórum við heim í nokkra klukkutíma áður en við þurftum að fara í útskriftina sjálfa...ég passaði mig að vera mjög dugleg að tilkynna þegar það voru 2 tímar, svo 1 og hálfur, svo einn tími í mætingu í Háskólabíói. Svo sit ég inní stofu og öskra að það eru 25 mínútur þangað til ég á að vera mætt, og þá er pabbi ekki byrjaður að klæða sig...ég var, vægast sagt, EKKI ánægð með þetta. En ég held áfram að "hvetja" hann til að flýta sér og við leggjum af stað 20 mínútum í 2. Og ég átti að mæta korter í...við áttum sem sagt að komast frá Breiðholti í Háskólabíó á 5 mínútum. Við vorum næstumþví 5 mínútur að komast af bílaplaninu...
Ég vill bara taka það fram að ég hef ALDREI (og ég meina í alvörunni, aldrei) fengið seint í tíma. Ég hef ALDREI verið sein. ALDREI!!!! En það munaði ENGU að ég hefði án djóks verið sein í mína eigin útskrift. Af því pabbi var lengi að gera sig til. Ekki ég, ekki mamma, það var ekki slys einhversstaðar sem tók eilífð að komast framhjá, heldur var pabbi minn lengi að klæða sig og gera sig tilbúinn...það er ekki eins og þetta var merkilegur myndatökudagur fyrir pabba. Engin tók mynd af honum. En samt var hann í heila eilífð að gera sig tilbúinn...tss...
Ekki sátt
Allavega...svo þegar ég er búin að taka við skírteininu mínu og setja á mig húfuna og láta taka fullt af myndum af mér, leggjum við af stað heim. Klukkutíma seinna erum við að leggja fyrir utan húsið. Já. Það tók okkur KLUKKUTÍMA að komast heim. Eins gott að það var ekki svona mikil umferð á leiðinni í útskriftina...
Svo um 7 leitið fara gestir að koma. Og allir gefa mér pakka =D Það voru eitthvað um 30 manns í þessari veislu og ég vil bara nota þetta tækifæri til að þakka þeim sem komu alveg innilega fyrir komuna og fyrir gjafirnar. Ég elska þær allar =D
Ef einhver hefur áhuga þá fékk ég...
Slatta af peningi
3 gjafabréf í Kringluna (sem mun koma sér mjög vel þegar ég er að notfæra mér útsölurnar í janúar :D hehe)
5 hálsmen (sem voru öll ógeðslega flott)
Geðveikt töff sett úr Bodyshop
2 æðislegar bækur =D
Family Guy seríu
og síðast en ekki síst fékk ég HEIMABÍÓ frá mömmu og pabba =D ég held að allt tuðið í mér um hversu ósanngjarnt það er að þau eru með heimabíó úti sem ég get ekkert notað hefur haft einhver áhrif á þau =Þ En þetta er algjör snilld. Geðveikt gaman að fá heimabíó og hálsmen og pening og gjafabréf og bækur og Bodyshop dót og allt sem ég fékk =D Þetta var alveg æðislegur dagur =D
Svo á laugardaginn fórum við fjölskyldan út að borða á Caruso. Mjög flottur staður. Ég var með húfuna mína =D og það voru nokkrir sem óskuðu mér til hamingju með útskriftina =) og það er alltaf gaman.
En gærdagurinn fór bara í jólaundirbúning og smá rölt í Kringlunni og dagurinn í dag er búinn að vera notaður í meiri jólaundirbúning og skúringar (ég skúraði btw...geggjað vel) og við bíðum bara eftir að fá að opna allar gjafirnar sem eru undir tréinu =D ég get án djóks ekki beðið...ég er svo forvitin =Þ þetta er að gera mig brjálaða =/
En jæja...mér sýnist að Tinna sé komin á msn...það þýðir væntanlega að hún er búin í sturtu þannig að ég held að ég ætla bara að skella mér í sturtu og gera mig fallega =Þ
Heyri í ykkur =*
Dagmar Ýr
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli