Það eru eiginlega engar fréttir. Ég vildi bara hafa það sem fyrirsögnina hjá mér í dag =Þ
Vikan er löngu búin og er lífið er hætt að vera hræðilegt hjá mér =) Ég fékk til dæmis launahækkun um daginn og það er auðvitað alltaf æðislegt =D ég er ekkert smá ánægð með mig núna =Þ
Svo fór ég í bíó á föstudaginn með Þórhildi, og við sáum Death at a funeral sem er bara SNILLD!! ég mæli alveg hiklaust með henni sko. Bara tær snilld =Þ
Svo var vinnuhelgi hjá mér núna og ég var bara að vinna á fullu...
Og ég er líka að fara að vinna á eftir...og á morgun...og hinn...og hinn hinn...en svo er frí á föstudaginn og restin af helginni =D Og þá getur maður kannski gert eitthvað með vinum sínum =) af því að við erum öll svo heppin að vera alltaf í fríi sömu helgarnar. Fyrir utan Þórhildi auðvitað...hún þarf að synda á móti straumnum eins og einhver þvílíkur rebel =Þ en það er alveg klikkað leiðinlegt að hún þarf alltaf að fara rosa snemma að sofa þegar við hin getum vakið eins og við viljum...það eyðilegur einhvernveginn stemninguna hjá okkur svona pínu =/
En það er voðalega lítið annað sem ég þarf að segja...
þannig að ég ætla bara að fá mér eitthvað að borða og svo fara kannski að taka til eða eitthvað álíka skemmtilegt =Þ
Dagmar Ýr
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæ hæ, gaman að þú sért farin að blogga aftur.
Endilega sendu mér mynd af lyklakippunum, þú hlýtur nú að vera búin að setja þær upp núna, eða hvað?? :-)
kveðja,
mamma
Skrifa ummæli