þriðjudagur, 15. janúar 2008

Versti dagur lífs míns

Já. 14. janúar 2008 verður kallað versti dagur lífs míns þangað til annar og verri dagur verður. Sem ég vona svo innilega að gerist ekki fljótlega. Helst bara aldrei =Þ

Allavega, ég byrjaði á því að sofa mikið lengur en ég ætlaði að gera, og fattaði þ.a.l. ekki að ég gleymdi að fá mér eitthvað að borða áður en ég fór í vinnuna. Ég þurfti þess vegna að láta núðlur duga. Svo gekk mér frekar illa að koma bílnum úr bílskúrnum. Ég var alveg góðar 10 mínútur að ná honum úr skal ég segja ykkur. Ég hafði samt lagt af stað aðeins fyrr en venjulega þannig að ég var ekkert að verða sein eða neitt þannig.

Nema hvað.

Á leiðinni í vinnuna springur eitt dekk á bílnum. Það heyrðist bara þvílíkur hvellur og svo allt í einu fer hann að titra eins og ég sé að keyra honum á þvottabrétti eða eitthvað þannig. Ég fatta samt strax að þetta er bíllinn og ekki gatan þegar ég fatta að ég get ekki keyrt eins hratt og maður á að keyra. Þannig að ég finn mér fyrsta staðinn sem ég get til að keyra út í kant og fara að athuga málin. Sem betur fer var þetta bara dekk og ekki eitthvað verra sem sprakk þannig að ég drífi mig inní bíl í hitann og hugsa hvað ég eigi að gera. Ég byrja allavega á því að hringja í vinnuna og láta vita hvað gerðist og að ég mundi verða eitthvað smá sein. Allt í lagi með það, og svo þarf ég að finna einhvern annan til að hringja í af því að ég hef aldrei séð neinn skipta um dekk á þessum bíl, og svo líka er ég á strætóstoppustöð á Reykjanesbrautinni og dekkið sem sprakk var götumegin á bílnum. Þannig að ég hringi í Davíð, bróðir hans pabba, til að koma og hjálpa mér. Ég bíð í svona 10 mínútur eða eitthvað og svo kemur hann. Við skoðum þetta aðeins og ákveðum að skipta bara um dekk á staðnum. Sem er ekkert nema vesen. Án djóks. Við vorum örugglega í rúmlega korter að ná varadekkinu undan bílnum. Ég hef aldrei á ævinni séð asnalegri leið til að festa varadekk við bíl. Þetta var bara fáranlegt. Allavega, svo er eitthvað vesen að lyfta bílnum og allt. Þetta var eiginlega bara eintómt vesen. Og það var svo ógeðslega kallt!! En loksins, klukkutíma eftir að dekkið springur, er bíllinn settur aftur í gang og ég bruna í vinnuna.

Þegar ég mæti (klukkutíma sein...) sé ég að það er bara brjálað að gera. Það er aldrei gaman þegar það er brjálað að gera af því að maður er alltaf bara einn á vakt. Það er frekar erfitt. En allavega, ég næ að gera næstumþví allt sem ég á að gera á vaktinni. Ég næ líka auðvitað að hella á mig súpu, rispa mig soldið illa á peningakassanum, detta næstumþví og meiða mig eitthvað í bakinu.

Svo þegar það er svona rúmlega klukkutími eftir af vinnudeginum mínum fatta ég að ég gleymdi lyklunum mínum heima...þannig að ég sendi Þórhildi sms og segi henni að ég ætli bara að sækja hana svo ég komist inn. Allt í lagi með það, segir hún, og spyr hvenær ég reikna með að vera komin. Ég segi að ég verði komin svona 12 mín yfir 11. Svo þegar ég er að reyna að gera upp, er kassinn ógeðslega leiðinlegur við mig og það gerir allt mikið lengur, svo fatta ég að ég er ekki búin að skrá grænmetið úr salatbarnum út. Þannig að ég flýti mér að gera það. 12 mín yfir 11 er ég að leggja af stað til hennar og hún hringir, óþolinmóð, og spyr hvar ég er. Ég segi henni að það eru 3 mín í mig. Ég gleymdi auðvitað að taka það inní dæmið að þetta er versti dagur lífs míns og auðvitað lendi ég á öllum rauðum ljósum sem ég get. Nema einu, reyndar.

Ég er sem sagt, alls ekki sátt við þennan h******* dag. Og það er bara eins gott að dagurinn á morgun verði ekki eins. Hvað þá verri... ég vona bara að eitthvað geðveikt gott gerist á morgun. Ég nenni ekki að hafa annan hræðilegan dag. Og mér finnst ég alveg eiga skilið að hafa frábæran dag á morgun =Þ

Jæja, ég heyri í ykkur seinna
Dagmar Ýr

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dagurinn í dag hlýtur að verða betri en sá í gær, því ef hann var sá versti þá er allt upp á við eftir hann :-)

Bara að horfa á björtu hliðarnar elskan mín. Þú átt eftir að hlæja að gærdeginum seinna meir.

kveðja,
mamma

MIA sagði...

hehe já... always look on the bright side of life ;)

en hér er stórt knús frá mér :)

og þetta var ekki svo slæmur dagur í gær... ég kom í heimsókn... remember....

"You know it's a bad day when you put your bra on backwards and it fits better. "

;)