laugardagur, 23. febrúar 2008

6.40

Já, klukkan er tuttugu mínútur í sjö, snemma á laugardegi. Ég vaknaði óvart ALLT of snemma og er þ.a.l. að láta mér leiðast í einhvern tíma. Af því að ég nenni engan veginn að bíða í strætóskýli í hálftíma...

Ég er ekkert búin að blogga undanfarið af því að ég hef bara nákvæmlega ekkert að segja ykkur. Það er ekkert að frétta. Ég hef ekki gert neitt áhugavert ógeðslega lengi.

Nema reyndar, í gær fór ég á skauta. Og ég var ekki lengi. Ég virðist vera orðin svo gömul að það er bara vont að skauta. Ég fékk í bakið og var með einhverja verki í fæturnar og ég veit ekki hvað...svo kann ég líka ekkert á skauta og það er takmörkuð skemmtun að láta einhvern draga sig hring eftir hring þegar milljón litir krakkar eru í kringum mann að þykjast vera á Ólympíuleikunum og enda bara með því að vera illilega fyrir manni. En þetta var samt klikkað gaman áður en ég fór að finna til =)

Og ég er líka búin að vera voðalega dugleg að fara í bíó undanfarið. Ég er búin að sjá The Mist, Cloverfield, Death at a funeral, Sweeney Todd og Untraceable á stuttum tíma. Mér finnst samt eins og það eigi að vera önnur mynd líka sem ég sá nýlega, en ég man ekki hvaða mynd það ætti að vera... *pæl*

Hvað get ég sagt ykkur annað?

Mig minnir að einhver eigi afmæli í dag...hver ætli það sé? =Þ Það gæti kannski verið bestasta frænkan í heimi...en ég er ekki viss =Þ

Hehe...ég er ógeðslega leiðinleg =Þ

Til hamingju með daginn elsku besta frænka í alheiminum =*

Og núna er ég algjörlega uppiskroppa með hugmyndir...En klukkan er tíu mínútur í 7 núna. Ég held að ég fari bara út...kíki í sjoppuna áður en ég legg af stað svo ég geti borðað eitthvað áður en ég byrja að vinna...

Ég vona bara að næturvaktin hafi staðið sig betur en síðasta laugardag sem ég var að vinna =Þ

Bæbæ =)
Dagmar Ýr

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ, alltaf gaman að lesa bloggin þín elskan mín. Hafðu góða vakt í dag.

kv,
mamma