sunnudagur, 24. febrúar 2008

Alveg ótrúlegt

Ég bara trúi ekki hvernig sumir láta í sambandi við vinnuna sína. Ég meina, maður er ráðin til að gera eitthvað, og þetta er eitthvað sem maður hefur augljóslega valið sér að gera, annars væri maður ekki í þessari vinnu, en samt eru sumir sem eru bara greinilega alveg skítsama um allt og nenna bara ekki að gera neitt almennilega.

Ég var að vinna í dag, og átti að byrja kl 8 um morgunin, eins og alltaf um helgar. Ég er farin að mæta aðeins fyrr alltaf, af því að ég vill gera upp áður en ég byrja í rauninni að vinna, svo ég þarf ekki að vera lengur á daginn og eyða góðum tíma í að gera upp þegar ég gæti verið að gera eitthvað mikið skemmtilegara.
Þannig að ég mætti rúmlega tuttugu mínútur í 8 í morgun og þegar ég labbaði inní búðina sá ég ekki næturvörðinn alveg strax. Það er kannski ekki svo merkilegt, en svo þegar ég sá hann varð ég alveg gjörsamlega kjaftstopp. Þá liggur hann bakvið vegginn hjá kössunum SOFANDI!!!! Án gríns. Ég meina, hann vaknaði ekki við það að ég kom inn, þannig að einhver fullur einstaklingur hefði ekki verið í neinum vandræðum með það að stela einhverju.

En ég ákvað að fara inná skrifstofu og stimpla mig inn og fara úr úlpunni og fer svo aftur fram. Þá rumskar hann og lítur á mig, svo á klukkuna, og segir "Ég hélt að morgunvaktin byrjaði kl 8" sem sagt þá var hann greinilega að reyna að laumusofa í vinnunni og ætlaði að vera vaknaður þegar ég mætti. Ég bara trúði ekki það sem ég var að heyra.

Svo var hann ekki einusinni búinn að setja bakarísmatinn uppí hillurnar. Þá var það allt bara liggjandi á plötunum inní skápnum undir ofninum. Þetta fannst mér líka alveg svakalega lélegt af honum. Auðvitað á maturinn að fara beint í hilluna um leið og maður er búinn að baka hann.

Ég bara skil ekki hvernir maður dirfist til að hegða sér svona í vinnunni. Það er engin að neyða honum til að vera að vinna hjá Öryggismiðstöðinni sem næturvörður í 10-11, hann sótti augljóslega um að fá að gera það, annars væri hann ekki að því, þannig að ég bara skil ekki af hverju fólk vill ekki standa sig vel í vinnunni. Ég meina, halló!!!
Ég var, vægast sagt, frekar pirruð á þessu, og ég get sko lofað ykkur því að ég mun kvarta um þessa hegðun á morgun í vinnunni. Ég hefði gert það í dag, en ég var svo ógeðslega þreytt að ég bara steingleymdi að hringja í gaurinn sem sér um Öryggisdótaríið hjá okkur =Þ

Jæja, þetta var það sem ég vildi deila með ykkur...
Dagmar Ýr

4 ummæli:

Ásrún sagði...

já það er sem ég segi, fólk er fífl... og þá aðallega það fólk sem er að vinna hjá öryggismistöðinni og heldur að það sé bara í lagi að sofa í vinnunni *rolleyes*

Dagmar Ýr sagði...

NÁKVÆMLEGA!!!!

vennesla sagði...

Ömurlegt þegar fólk getur ekki unnið vinnuna sína. En gott að þú Dagmar mín tekur ábyrgð:-)
Koss og knús frá Maju frænku í Norge.

Nafnlaus sagði...

Smá leiðrétting, það eru menn frá Öryggisgæslunni í 10-11 ekki Öryggismiðstöðinni. Þetta eru tvö mjög ólík fyrirtæki þó svo að nöfnin séu kanski lík.