mánudagur, 4. febrúar 2008

Jói Fel hvað?

Ég hafði voðalega lítið að gera í dag. Ég vaknaði...ég fór með Bjössa, Erlu og Önnu Maríu í heimsókn til Þórhildar í vinnunni...við hittum Sól og Vífill þar...ég fór með Önnu að fá mér ís...kíktum svo til hennar í nokkrar mínútur svo hún gæti náð í eitthvað dót...við fórum í búð...ég keypti rjóma og eitthvað vesen...við komum svo aftur heim til mín...og ég fór að baka.

Ég ætlaði sem sagt að koma Þórhildi á óvart og baka bollur af því að hún hafði komið mér á óvart með blómunum um daginn =Þ

Ég hafði auðvitað aldrei áður á ævinni bakað bollur þannig að ég var ekkert að vonast eftir því að þetta væru bestu bollurnar sem ég hef smakkað eða neitt þannig...en ég vonaði að þær voru allavega ekki vondar =Þ

Ég byrjaði á því að búa til deigið...svona eins og maður gerir bara...

Og ég hef aldrei áður bakað neitt þar sem deigið er svona skrítið...fyrst fannst mér að ég hefði gert eitthvað vitlaust, en ég ákvað að prufa og sjá bara til =Þ

Svo setti ég þær í ofninn og beið í rétt rúmlega hálftíma og tjekkaði svo á því hvernig bollurnar litu út...

Og þær litu bara út eins þær líta venjulega út þegar þeim vantar súkkulaði á toppinn.

Svo náði ég í suðusúkkulaðið og tókst að klúðra því svakalega tvisvar...en sem betur fer keypti ég nógu mikið af súkkulaði þannig að ég gerði bara þriðju tilraunina =Þ og allt er þegar þrennt er, eins og er sagt =Þ
Þannig að ég setti súkkulaðið á bollurnar og svo var bara að bíða þangað til súkkulaðið harnaði =)

Rosa flottar!!!

Og þær bragðast ekkert illa heldur =Þ hugsanlega bara bestu bollur sem ég hef smakkað =) sem lætur mann halda að maður er betri en Jói Fel í bakstrinum =D en það kemur í ljós þegar maður fer oftar að baka eitthvað skemmtilegt =D

Eins og ég nefndi áðan, þá var Anna María í heimsókn hjá mér í dag á meðan ég var að baka, og það leit út fyrir það að hún var pínu abbó að hafa ekki fengið að fara í Twister með okkur um helgina, þannig að hún fór bara sjálf í Twister *híhí*

Rosalega gaman hjá henni =Þ

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flottar bollur :-)

kv
mamma

MIA sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
MIA sagði...

lol.. já twister is fun, en á myndinni mætti halda að það sé búið að skera eitthvað af vinstra fætinum, mér finnst það allavega..
...en bollurnar voru geggjaðar !

Takk fyrir mig :)

Nafnlaus sagði...

Vá flottar bollur, ég hefði átt að koma í kaffi með alla fjölsk. með mér.
Sigga í Eyjabakkanum.

Nafnlaus sagði...

Þínar bollur voru að minnsta kosti flottari en mínar (nennti ekki að baka:-)) En svona eiga bolludagsbollur að líta út.
Koss og knús frá Maju frænku í Norge.