Eins og flestir sem lesa þetta blogg vita, er engin smá mikill snjór hérna á þessu blessaða landi sem ég bý í. Þessi snjór á það til að valda smá veseni af og til, eins og því sem ég sá áðan.
Anna María var sem sagt nýbúin að skutla mér heim og ég var búin að komast að því að það var engin heima, og ég var nýbyrjuð að pæla í hverju ég ætti að fá mér að borða, af því að ég hafði ekkert náð að borða almennilega yfir daginn.
Þá hringir Anna María í mig og spurði hvort ég væri ekki til í að hjálpa einni konu sem hún var sjálf að hjálpa, sem hafði fest bílinn sinn í snjónum. Þannig að ég fór í skó og úlpuna mína og hljóp niður til að hjálpa. Þetta var alveg ótrúlegt vesen. Við hringdum í lögguna og allt, en þeir sögðu að þeir hjálpuðu ekki í svona tilvíki. Sem mér finnst nú bara rugl...
Allavega...við ýttum og ýttum og ýttum, en ekkert gerðist!! Það vantaði SVO lítið til að bíllinn náði að hreyfast, en það vantaði bara eitthvað smá. Sem betur fer var akkúrat strákur að labba framhjá og hann kom til að hjálpa, og þá náðum við að ýta honum af stað.
Svo þegar við vorum búnar að þessu, tókum við Anna María eftir því að það er fólk einhversstaðar hérna í Æsufellinu að horfa á okkur. Og voru greinilega búin að vera að horfa í soldin tíma. Er þetta virkilega hvernig fólk er? Að horfa á fólk reyna í rúmlega 10 mínútur að færa bíl, og ekkert að reyna að hjálpa. Það er ekki í lagi með fólk!!
En ég er sem sagt búin með góðverk dagsins, og bara vona að ef ég lendi einhverntíman í einhverju veseni, að einhver hjálpi mér =)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Gott hjá ykkur Önnu Maríu að hjálpa konunni með bílnn. Jújú, það er sagt að maður uppskeri eins og maður sái. Þannig að þú færð örugglega hjálp frá einhverjum góðhjörtuðum samferðarmanni ef/þegar þú lendir í svona veseni :-)
kv,
mamma
já ekkert smá góðar að hjálpa ^^
Skil samt ekkert í þessu fólki sem stóð bara hjá og horfði á..
Skrifa ummæli