Gleðilega páska, allir þið sem lesa bloggið mitt!!! =D
Wow hvað árið er að líða hratt. Mér finnst að jólin hafa verið í fyrradag =Þ
Páskarnir hjá mér eru búnir að vera alveg fáranlegir...ég er búin að vera að vinna í ALLAN DAG!!! Frá rúmlega hálf 8 til tæplega hálf 18...við erum að tala um næstumþví tíu klukkutíma...sem betur fer fæ ég alveg ekkert smá góð laun fyrir þetta =)
En þegar ég kom heim eldaði ég páskamatinn minn =) hakk og spagettí. Og núna er ég að fara að sækja páskaeggið mitt úr ísskápnum og borða það =) Ég hlakka voða mikið til =Þ ég er ekki búin að fá páskaegg í heilt ár!! =Þ skrítið...ég veit *haha*
En ég er alveg ein hérna...sem sökkar smá. Ég hef engan til að deila frábæra matnum mínum með...og ég get svo svarið fyrir það að hakkið og spagettíið mitt var svo gott að mig langar næstumþví ekki að fá mér páskaegg. En bara næstumþví =Þ
Jæja, það er góð mynd að fara að byrja í sjónvarpinu þannig að ég ætla bara að hætta þessu bulli =)
Dagmar
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Gleðilega Páska!!!
Ég vildi að ég væri með þér og við gætum borðað saman hakk og spagettí. Við sjáumst allavega í fyrramálið;)
Gleðilega páska elskan mín. Gaman að heyra að þú eldar góðan mat :-)
kv,
mamma
Skrifa ummæli