fimmtudagur, 19. júní 2008

Allt gekk vel :)

Þá er ég lent í Namibíu. Það er næstumþví ár síðan ég var hérna síðast og ég kannast ekki við neitt!! En það er kannski bara af því að við erum komin í annað hús. Sem þýðir auðvitað að ég þarf að læra að rata út um allt AFTUR. En það verður bara að hafa það. Þetta er rosalega flott hús :)

Ferðalagið gekk mjög vel. Það var rosalega langt, en það tókst allt vel og ekkert neitt svakalega frásögufærandi gerðist. Nema að taska mín þoldi ekki flugið frá Íslandi til London. Ólin sem var utan á henni rifnaði af öðru megin, og lásinn brotnaði...þannig að við keyptum nýja ól á Gatwick og taskan virðist hafa lifað af flugið frá London til Namibíu :)

En ég vildi aðallega bara skrifa stutta bloggfærslu svo fólk gæti aðeins fengið að fylgjast með.

Já, svo er ég komin með nýtt símanúmer hérna úti, en ég virðist ekki geta sent sms eins og er. Ég get samt tekið við smsum þannig að ég ætla að láta ykkur fá símanúmerið mitt :)

Það er... +264813863364 og ef einhver ákveður að senda sms áður en ég næ að redda þessu hjá mér, svara ég auðvitað viðkomandi asap :P

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

what !!!!!! nýtt hús... það er greinilega ekki gott upplýsingaflæði heimsálfana á milli. Ég vill fá að heyra allt um þetta betur sko

Nafnlaus sagði...

hæhæ, vona að þú hafir það sem best og komir aftur heim heil og höldnu (held að þetta sé sagt svona :/)
but you know what I mean...