mánudagur, 30. júní 2008

Etosha og Opuwo

Núna nenni ég loksins að skrifa um ferðina :) og ég er líka búin að setja myndirnar á tölvuna mína :D

Við byrjuðum fimmtudaginn á því að fara að sækja combíinn sem við ætluðum að fá lánaðan til að geta öll verið saman í þessari ferð.

Geðveikt stuð :P

Rúnar Atli var samt alveg geðveikt spenntur fyrir þessu og var kominn fyrstur í bílinn og strax búinn að setja sólgleraugun (sem ég var svo góð að kaupa handa honum) á sig :)

Og strax farinn að rífa kjaft :P

Við þurftum auðvitað að keyra alveg slatta langa leið þannig að við stoppuðum aðeins á leiðinni til að fá okkur eitthvað smá að borða. Mamma bakaði fyrir ferðina og það var hámað í sig sandköku og muffins og smákökur sem Tinna bakaði :p og ég ætla að skella inn mynd af sumu sem mamma bakaði, bara sem sönnun :P

Rosa flott :)

Svo var bara keyrt og keyrt og keyrt og svo Ég hef nokkrum sinnum komið til Etosha, en ég hef aldrei séð svona marga fíla áður. Við reyndum að reikna þetta, og tölurnar segja okkur það að við höfum séð ca. 77 fíla þennan dag :o


Svo sáum við oryx (eða gemsbok, það fer eftir því hvaða nafn þú vilt frekar nota yfir þessi dýr)


Svo þegar við vorum að keyra um staðin fór sumum aðeins að leiðast þegar við sáum engin dýr :P

Fólk var auðvitað með mismunandi leiðir til að skemmta sér... :P

Rúnar Atli fékk að hlusta á iPodinn minn aðeins og svo þegar okkur fannst við sjá eitthvað langt í burtu, greip einhver kíkinn, og Rúnar Atli var ekki lengi að heimta að fá að nota hann :P


Svo sáum við gíraffa...


Og strúta...


Og örugglega milljón zebrahestar...


Og þó nokkuð marga jackal...


Við sáum fullt af öðrum dýrum líka, en myndavélin mín er eitthvað pínu leiðinleg við mig stundum, og þá er mjög erfitt að taka myndir...og hún verður líka batteríslaus oftar en neitt annað sem ég hef nokkurntímann átt sem þarf batterí...og ég á líka fullt af myndum af mörgum af hinum dýrunum sem við sáum þannig að mér er tæknilega séð alveg sama :P

Ég held samt að Rúnar Atli hafi skemmt sér best í Etosha...hann fékk að keyra :P


Og á leiðinni út úr garðinum sáum við fullt af jarðíkornum sem voru bara með holurnar sínar á veginum. Og þeir voru ekkert að færa sig neitt þegar bíllinn kom nær. Okkur fannst það voðalega sérstakt :P


Og ég ætla að setja inn eina mynd af pabba, Dodda og Rúnari Atla af því að mér fannst hún svo flott :p


Svo komumst við loksins til Opuwo, og hótelið var alveg svakalega flott. Ég tók reyndar engar myndir af því. Ég klikkaði á því algjörlega. Ég sagði alltaf "Æ, ég tek myndir seinna" og svo næsta sem ég veit erum við farin :P

En ég náði einni mynd sem mér fannst alveg snilld.

Þetta er sem sagt einhver fugl sem stendur í sundlauginni. Og sundlaugin var geðveikt cool. Ég get samt ekki alveg náð að útskýra hvernig hún var nógu vel.

En allavega. Á laugardeginum fórum við að hitta einhverja himba í þorpinu sínu. Það var alveg fínt sko. Ég tók reyndar engar myndir af þeim af því að mér finnst endalaust asnalegt að gera það. Ég veit að þeim finnst það allt í lagi og allt það, en samt. Mér þætti fáranlegt ef einhver kæmi heim til mín að skoða dótið mitt og hvað ég væri að gera og taka myndir af mér að gera allt...en ég fæ myndir frá pabba og reyni kannski að setja einhverjar myndir inn seinna bara :)

Jæja, ég nenni eiginlega ekki að skrifa neitt meira.

Nema að segja það að ég komst inní Iðnskólann líka... :)

1 ummæli:

Litið blogg úr villta vestrinu sagði...

Gaman að sjá myndir og lesa um skemmtilega ferð.

Til hammó með iðnskólann coool :D