sunnudagur, 1. júní 2008

Handbolti, jarðskjálftar o.fl.

Ég vill bara láta ykkur öll vita af því að ég ætlaði að blogga í gær, en svo mundi ég að ég var ekki tilbúin í afmælispartý þannig að ég ákvað að ég mátti eiginlega ekki vera að því, og er sem sagt að bæta upp fyrir það núna =)

En já, eins og flestir vita þá var svakalegur jarðskjálfti á fimmtudaginn. Ég hef aldrei áður á ævinni lent í því að finna fyrir jarðskjálfta þannig að þetta var mjög merkileg lífsreynsla. Hinsvegar hélt ég að mamma ætlaði að fá sér taugaáfall hérna, það munaði ekki miklu að hún actually reif mig upp og henti mér út. Þetta var reyndar búið áður en hún gat gert þetta og svo var hún engan veginn að ná að slaka neitt á. Ég var samt mikið rólegri en ég hefði ímyndað að ég væri í þessum aðstæðum. Ég mundi reyndar ekkert af því sem ég hef lært í gegnum ævina um hvað maður á að gera í jarðskjálfta =Þ

Ég var að taka til í herberginu mínu. Var byrjuð á því áður en mamma sagði mér að horfa á handboltaleikinn. Til að segja satt, gat ég varla einbeitt mér að tiltektinni út af öskrunum í henni þegar hún var að horfa á leikinn...þetta er samt mjög spennandi leikur þannig að mér finnst ekkert skrítið að hún er alveg að fara á taugum =Þ
Við vonum bara það besta. Setjum bara Secret á þetta ;) Við vinnum. Að sjálfsögðu =Þ

Það er reyndar ekki mikið annað í fréttum.

Jú, ég lýg...ég og mamma og Sigga fórum á Ladda 6-tugur á föstudaginn. Það var rosalega skemmtilegt. Ég fattaði reyndar ekki alveg allt, en það er auðvitað ekkert skrítið af því að ég þekkti ekki neinn af þessum milljón karektörum sem hann hefur verið í gegnum árinn. En þetta var samt snilld =)
Ég er búin að vera rosalega dugleg að fara í leikhús undanfarið hálfa árið. Ég hef farið á Ívanov, Gosa, Jesus Christ Superstar og Ladda á þessum tíma.

Svo vill ég minna fólk á að ég á afmæli eftir bara nokkra daga ^^ ég hlakka alveg ógeðslega mikið til =) Ég og mamma ætlum að fara á Argentínu og ég ætla í fyrsta skipti á Íslandi að fá mér vín eða bjór eða eitthvað með matnum, löglega =Þ og svo þarf ég líka auðvitað að kíkja í ríkið =D

Jæja, ég held að þetta er komið nóg. Í hvert skipti sem Ísland skorar, hækkar mamma í sjónvarpinu og segir "ég get ekki horft á þetta" og svo er hún farin að finna sér eitthvað til að ganga frá svo hún þurfi ekki að horfa á þetta eða eitthvað slíkt. Frekar spes =Þ

Við erum samt að vinna, eins og staðan er núna =)

Ég segi ykkur eitthvað meira eftir nokkra daga. Hugsanlega á miðvikudaginn ^^ yay!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eru þetta ekki ýkjur í þér varðandi hegðun mömmu þinnar í jarðskjálftanum??? he he

kv,
mamma

Litið blogg úr villta vestrinu sagði...

Ég trúi sko alveg að mamma þin hafi verið svona í jarðskjálftanum eins og þú lýsir. Sé það sko alveg fyrir mér...