mánudagur, 28. júlí 2008

Matur

Eftir að ég kom heim frá Namibíu, hef ég verið mjög dugleg að prófa mig áfram með mismunandi rétti. Þeir hafa reyndar allir verið grænmetisréttir, en það er bara betra :P

Allavega, ég ákvað að taka mér smá frí frá matreiðslugerðinni í gær og ég fór með Sól á Krua Thai. Ég pantaði mér vorrúllur og Sól fékk sér núðlur. Allavega, þegar ég lifti seinni vorrúllunni hvað haldiði að ég sjái undir henni? Hár!! Þetta er í 4 skipti sem ég hef fengið hár í matnum mínum eftir að ég flutti til Íslands. Reyndar í hin 3 skiptin hef ég alltaf verið á sama stað, og ég er augljóslega hætt að fara á hann.

En allavega, Krua Thai höndlaði þetta rosalega vel. Ég fékk nýjan mat og strákurinn skrifaði nafnið í einhverja bók þannig að ég á inni hjá þeim fría máltíð :D
Ég er alveg rosalega ánægð með þessa þjónustu og ég mæli alveg hiklaust með þessum stað :D

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hef bara aldrei heyrt þennan stað nefndan fyrr. En gaman að heyra að þeir höndluðu þetta svona vel, þ.e. þetta með hárið :-)

kv,
mamma