miðvikudagur, 20. ágúst 2008

Nokkrar klst!!

Þá eru bara nokkrir klukkutímar þangað til ég og Þórhildur verðum sestar uppí flugvél á leiðinni til London :D
Ég get ekki beðið sko. Og það er ekki séns að ég get sofið neitt...enda er ég ennþá vakandi og klukkan er 3 :/ en það verður bara að hafa það. Ég sef bara annaðhvort á rútunni til Keflavíkur eða á flugvélinni :P

En ég er búin að ná að gera fullt á meðan ég er búin að vera andvaka. Ég er búin að pakka eiginlega öllu og ég fór í æðislegt bað rétt áðan :D Núna lít ég reyndar út fyrir að vera með rúsínur fastar á öllum fingrum, en það er bara skemmtilegt :P

En af því að ég er búin að gera eiginlega allt sem ég þarf að gera leiðist mér :( núna er Þórhildur í baði og ég sit á nattsloppnum hennar mömmu (sem ég "stal" úr skápnum hennar :P) með handklæði utan um hárið að hlusta á ógeðslega skemmtilega tónlist (mjög lágt samt af því að klukkan er svo margt og ég vil ekki vekja alla í blokkinni) og drekka svart kaffi (af því að það er ekki til mjólk :/) að reyna að stytta mér stundir þangað til ég þarf að fara að klæða mig :P

Allavega...ég ætla að fara að leggja kapal eða eitthvað í tölvunni :P

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að heyra hve tillitssöm þú ert elskan mín varðandi tónlistina :-)

Góða skemmtun í London.

kv,
mamma

Nafnlaus sagði...

góða skemmtun !!!!

Nafnlaus sagði...

Hvernig er það, á ekkert að blogga um Lundúnaferðina?? Eða er það kannski ekki birtingarhæft :-)

kv,
mamma