fimmtudagur, 23. október 2008

Bókfærsla

Ég hef eiginlega alltaf haldið að ég væri ekki týpan sem væri góð í öllu þessu, bókfærslu, viðskiptafræði dæmi - af því að mér hefur alltaf fundið þetta viðbjóðslega leiðinlegt...

Nema hvað...

Ég er búin að komast að því að ég er bara bókfærslusnillingur :D

Kennarinn er alltaf að hrósa mér. Hann er alltaf að segja að eitthvað ákveðið er mjög gott hjá mér og frábært að ég geti gert þetta dæmi og eitthvað. Svo, síðasta þriðjudag, sagði hann við mig að ég gæti bara alveg eins kennt þetta fag :P og þetta var bara geðveikt skemmtilegt að fá að heyra :)

Í morgun langaði mig ENGAN veginn framúr...það var svo kallt og ég svaf svo illa og ég vildi bara kúra...en...svo hugsaði ég, "Nei...ég verð að fara í bókfærslu...mig langar að fá smá hrós" :P og, viti menn, ég fékk hrós. Ég gat eitthvað frekar snúið dæmi og hann sagði að honum fannst það alveg snilld að ég gæti þetta, af því að hann var ekkert búinn að fara í þetta.

Ég er svo ánægð :D

En svo... (eins og í bókfærslu...það er eitt jákvætt og annað neikvætt :P) er ég búin að vera veik svo lengi að ég gæti dáið. Ég fékk flensu tvisvar...Það voru þrír dagar inná milli sem ég var góð. Svo grunar mig að ég sé að fara að fá ælupestinn sem er núna farinn að ganga...þetta er alveg FÁRANLEGT!!!!!! Mér finnst bara ósanngjarnt að ein manneskja verður að vera veik í margar vikur...
Og það er ekki eins og ég er búin að geta verið heima á meðan ég var veik til að reyna að ná mér...ég get ekki sleppt einum degi í skólanum af því að þá missi ég af svo ógeðslega miklu. Og ég vil það engan veginn. Og ég get ekki tekið fleiri veikindadaga í þessum mánuði af því að ég hef einfaldlega ekki samviskuna í það.
En við vonum bara það besta :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra hvað gengur vel í bókfærslunni - alltaf gott að fá hrós :-)

Heilsan hlýtur nú að fara að jafna sig, vonandi.

kv,
mamma

Nafnlaus sagði...

Sammála mömmu þinni, hrós er bara af hinu góða. En ég vona að heilsan fari að batna:-)

Koss og knús frá okkur í Norge