Mér gengur alveg ógeðslega vel í skólanum :)
Ég er búin að fara í nokkur próf núna og hef fengið alveg svakalegur einkunnir.
Ég er búin í 2 próf í grunnteikningu og fékk 9,6 í fyrstu og 9,4 á seinni prófinu, og þetta þýðir að ég þarf að fá alveg 3,5 á næsta prófi til að sleppa við lokapróf. Spurning hvort að maður nái því :P
Svo er ég búin í einu í sitthvoru fatagerð karla, og kvenna. Ég fékk 8,7 í fatagerð karla og 8,8 í fatagerð kvenna :)
Ég fór í próf í sniðagerð kvenna fyrir nokkrum vikum og fékk 9,7 í því prófi :D Og við erum að tala um að það var þetta sem mér fannst langerfiðasta fagið í skólanum :P þannig að mér finnst það bara ALLS ekki slæmt :P
Svo þarf ég að taka 3 próf í vikunni, fatagerð kvenna á morgun, sniðagerð karla á þriðjudaginn og sniðagerð kvenna á fimmtudaginn.
Svo var pínu matarboð hérna heima síðasta fimmtudagskvöld og það heppnaðist bara mjög vel. Ég eldaði skattasúpu handa fólkinu, en sumir komu svo seint að þetta var eiginlega ekki súpa lengur heldur einhver kássa með engu vatni :P
En þetta var alveg frábærlega skemmtilegt kvöld, og planið er að endurtaka þetta mjög fljótlega :)
Annars er bara ekkert mikið að frétta...þannig að ég ætla bara að láta þetta duga :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Gaman að heyra hversu vel gengur. Ég sé alveg fyrir mér skraddarasaumuðu fötin sem ég geng í eftir ekki svo mörg ár. Sé fyrir mér samræður á förnum vegi:
„Hvar keyptirðu þessi meiriháttar föt?“
„Hva, keypti? Dóttir mín skellti þessu saman á einni kvöldstund!“
Held það nú.
Góður hann pabbi þinn :-)
En það er gaman að þessu. Og bara til að hafa það á hreinu að ef hann fær sérsaumuð föt á sig þá hllýt ég að fá sérsaumaðan kjól - ekkert minna - he he
kveðja,
mamma
ég segi við ykkur eins og ég segi við alla aðra...ef þið borgið efnið er minnsta mál í heimi að skella jakkafötum og kjólum saman á einni kvöldstund :P
Glæsilegt hjá þér! Til hamingju með þetta allt.
kv.
Sigga
Frábært hjá þér elsku Dagmar mín:-) Þú saumar kannski bara alveg eins kjól á mig mömmu þína einn daginn (Gulla manstu ekki eftir flottu, ökklasíðu, köflóttu pilsunum sem við áttum þegar við vorum yngri:-))
Koss og knús frá okkur í Norge
Hæ hæ. Jú ég held ég muni nú eftir þessum flottu pilsum, ef ég man rétt þá var aðalliturinn appelsínugulur :-) Ótrúlega flott.
kv,
Gulla
Skrifa ummæli