mánudagur, 11. júní 2007

Husið okkar

Já, ég var að skoða myndirnar á iPhoto hjá mér núna rétt áðan til að sjá hvort það væru einhverjar sniðugar myndir til að setja á þetta flotta nýja blogg sem ég er núna með :)
Þá rak ég augun í ógeðslega flotta mynd, og það er saga í kringum hana sem þið viljið kannski fá að heyra...

Fyrir nokkrum vikum þá var ég á Íslandi eins og venjulega, og pabbi, Tinna og Rúnar Atli voru í heimsókn. Þá var ákveðið að rífa upp parkettið í stofunni og mála stofuna líka, af því í fyrsta lagi skemmdist parkettið smá síðasta sumar þegar það fór vatn að leka inn í húsið, og í öðru lagi erum við að reyna að selja húsið þannig að það var ekki vitlaust hugmynd að láta þetta allt líta út ógeðslega vel :)

Rúnar Atli vildi að sjálfsögðu fá að hjálpa í öllu því sem hann gat mögulega hjálpað til við, og þá var þessi mynd tekin



Eins og sést er hann voða duglegur að hjálpa pabba að mála loftið, og það skiptir engu máli þótt að hárið fara í málninguna :)

Nóg í bili aftur
Dagmar

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flottir :-D