laugardagur, 16. júní 2007

Shoes...glorious shoes!!!

Já eins og fyrirsögnin segir mun þessi bloggfærsla fjalla aðallega um skó...Kannski aðeins um hendurnar mínar, en bara smá í lokinn...ég lofa :D

Eins og margir vita, ELSKA ég skó... Skór eru æði... snilld og frábærir og æðislegir :P
ANYway...á þeim tíma sem ég hef verið hér hef ég eignast 2 ný skópör. Og þar sem ég er nokkurnveginn ein heima (pabbi er í einhverjum mat tengdum vinnunni, og Tinna er í partýi) þar sem Rúnar Atli er sofandi og ég vil nú ekki segja að laugardagskvöldið mitt hafi farið í EKKI NEITT *kældhæðnissvipur* ákvað ég að blogga um þessa frábæra skó sem ég er nýbúin að eignast :P


Par eitt er þetta ógeðslega flotta par af skóm sem ég DÓ næstumþví þegar ég sá!!! Þetta var á afmælisdeginum þegar ég var dregin í Maerua Mall og látin hanga þar ein á meðan pabbi og Tinna voru að versla handa mér afmælisgjafir...Allavega, ég var að rölta um í áttina sem ég mátti fara í, og ég rak augun í Stuttafords, sem er mjög "fín" búð. Þ.e.a.s. allt er rosalega dýrt, en það eru nokkrar merkjavörur þarna sem er hægt að kaupa...Ég þekki avísu voða fá merki þannig að ég veit ekki alveg hvort þetta eru neitt góð merki...Allavega ég var aðeins að kíkja í búðina og rak augun í þessa skó...og þetta var ást við fyrstu sýn...

Ég var í þessum skóm þegar ég fór að hitta sendiherrana frá Egyptalandi og Brasilíu og fjölskyldur þeirra fyrir einhverjum dögum...Reyndar held ég að það sé akkúrat vika núna...ég held það. Jú...er það ekki? það skiptir eiginlega ekki miklu máli :P
Mér fannst skórnir algjörlega slá í gegn :) allavega hjá mér :) og núna er ég alveg ekkert smá að bíða eftir öðru tilefni til að geta verið í þeim :P Kannski ef við förum út að borða á einhvern flottan stað...Það kemur bara í ljós. Og mig langar ekkert smá að vera í þeim oftar, sérstaklega af því ég á svo flottar buxur til að vera í líka...Algjör pæja sko ;)

Svo eru það hinir skórnir...Þeir eru ekki alveg jafn "fínir" en þeir eru ógeðslega flottir að mínu mati :P

Eins og þið sjáið, þá eru þeir svona meiri "hversdaglegir" skór sem ég get auðveldlega verið í við gallabuxur. Ég var nebbla með pínu vandamál fyrir daginn í dag. Ég var sko að fá mér nýjar gallabuxur fyrir nokkrum vikum, og þær eru svona með mjög víðum skálmum, þannig að ég gat ekki verið í gráu stringaskónum mínum af því þeir eru of mjóir og litlir fyrir víðar skálmar. Svo eru hinir strigaskórnir mínir rosa klunnalegir og stórir og meira svona ljótir...:/ þannig að mér finnst ekki mjög gott að vera í þeim...nema bara ef ég er að reyna að vera í fötum sem eru í þægilegri kantinum...Svo eru skórnir líka rauðir og ég er mjög hrifin af rauðu :) þannig að þetta er allt bara fullkomið...

En, af því ég lofaði að tala aðeins um hendurnar mínar ætla ég að gera það :)
Í morgun þegar ég, pabbi og Rúnar Atli vorum að skemmta okkur í bænum fór mér að verða mjög illt í hendunum. Þær voru ekkert smá rauðar og soldið bólgnar og ég var rosalega illt í þeim. Þær fóru líka að klæja soldið mikið...og þetta var ekkert SMÁ mikið óþægilegt. Svo fór þetta versnandi í dag og pabbi ákvað að kíkja í apótek til að sjá hvort það væri eitthvað krem fyrir þessu...Konan í apótekinu sagðist halda að þetta væri bara svakalegur þurrkur af því það er svo þurrt og kallt hérna núna. Þannig að ég fékk eitthvað mjög feitt krem til að bera á hendurnar nokkrum sinnum á dag til að sjá hvort þetta lagist ekki. Ég er að vona að það geri það. Hendurnar mínar eru orðnar soldið skárri, en ekki frábærar. Svo er ég að pæla að fara að setja þetta krem á hælana mína af því þeir verða líka svona leiðinlegir þegar það er kallt...

En þetta er um það bil allt sem ég hef að segja þannig að ég ælta að láta þetta duga í dag. Enda er ég búin að blogga tvisvar í dag :)
Dagmar

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Geggjað töff B-) Sérstaklega fínu skórnir ^-^

Nafnlaus sagði...

Ég er svoooooooo sammála þér með rauðu skóna og allt sem er rautt yfir höfuð.... Ég meira að segja er búin að panta mér RAUÐANN barnavagn og verð nú ekki litið ánægð mað það að rölta um með prinsinn minn í rauðum vagni í haust .... ALLT SEM ER RAUTT FINNST MÉR VERA FALLEGT :-D

Nafnlaus sagði...

Þetta eru rosalega flottir skór - sammála því.

Vonandi eru hendurnar orðnar betri.

kv,
mamma

MIA sagði...

ég er að fíla shoe-anna hjá þér :D hevý töff

Unknown sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Nafnlaus sagði...

og þetta var ég ekki Baldur sry gleymdi að breyta nafninu...

Nafnlaus sagði...

hehe dugleg ertu að blogga tvisvar á dag gella ;) og skórnir eru meira en æði !!! og trúðu mér það er ekki erfitt að búa til afsökun til þess að vera í efri skónum aftur ooog btv. væri hevy til í að sjá fleiri myndir af hlutum sem þú hefur keypt þér ;) ég get líka verið dugleg ;) en já ég er algjör klaufi hehe veit ekki hverni ég fór eiginlega að þessu.... bara smá ljóskustælar kanski...