föstudagur, 15. júní 2007

Vinkona min, Erla...

Ég bað hana Erlu um hjálp um hvað ég ætti að blogga um í dag, og hún stakk upp á því að ég bloggaði um hana...Þar sem ég hef ekkert meira spennandi að blogga um gæti ég alveg eins bloggað um hana...=P og þetta opnar auðvitað fullt af möguleikum um bloggefni um alla aðra vini mína...þannig að þetta var kannski alls ekki nein vitlaus hugmynd...



Þetta er sem sagt hún Erla :) Þegar ég sá hana fyrst leit hún ekki alveg svona út...þá var hún með bleikt og svart hár og með aðeins færri göt held ég...
Ég sá hana fyrst 30. september 2006 þegar ég fór í bæinn með Þórdísi og Bjössa svo þau gætu fengið sér göt á skemmtilegum stöðum... ;) Svo var Bjössi að fara á einhverja tónleika með Dilönu og Magna held ég, og Bjössi og Erla kynntust almennilega í gegnum það. Þetta er allavega það sem mér er sagt...



Þetta er með flottustu myndum sem ég á af Erlu og Bjössa saman, og hún er tekin bara nokkrum dögum eftir að þau byrjuðu saman, og þegar við þrjú vorum að stunda það að fara á kaffihús eins og við fengum borgað fyrir það =P
Þessi mynd er tekin á Café Bleu (sem við förum ekki á lengur af því að ég fæ alltaf samlokur með hári...æl)

Það er gegt langt síðan við kynntumst og núna tel ég hana með mínum betri vinum...=D

Jæja, þá læt ég þetta duga í bili :) ég skrifa meira um aðra vini seinna þegar ég hef ekkert að gera :D
Dagmar

Engin ummæli: