laugardagur, 21. júlí 2007

Draugagangur...

Nokkrum klukkutímum eftir laugardagsbæjarferðinna okkar sem allir fóru í, nema að vísu mamma sem var á "skrapp" námskeiði, hringdi pabbi í mig (hann nennti greinilega ekki að labba út í gestahús...) og sagði að hann ætlaði að skreppa, ásamt Dodda og Rúnari Atla, í smá bíltúr út úr bænum og skoða "Draugahúsið" sem við keyrðum framhjá um daginn þegar við vorum í öðrum bíltúr =Þ (fyrir ykkur sem muna þá var það bíltúrinn sem ég tók uppá því að verða veik í...)

ALLAVEGA...hann ætlaði að taka nokkrar myndir fyrir ljósmyndanámskeiðið sitt og Doddi vildi bara sjá húsið, Rúnar er mjög hrifinn af bíltúrum og ég hafði ekkert betra að gera =Þ
Þannig að við settumst uppí bíl og lögðum af stað. Svo keyrðum við dauðagötuna og við dóum ekki. Sem er gott =Þ Augljóslega =Þ

Við Rúnar Atli eigum það til að vera pínu kjánaleg þegar við erum saman og þessi ferð var eigin undantekning. Hann minnir mig á einhvern á þessari mynd, en ég get ekki alveg svarið fyrir því hver það á að vera...Þið megið kommenta hjá mér og segja mér það ef ykkur dettur eitthvað sniðugt í hug =Þ


Svo af þvi að mér finnst alltaf svo leiðinlegt að þegar ég tek myndir eru engar myndir af mér, þannig að ég náði að taka nokkrar sjálfsmyndir áður en við komumst á leiðarenda.
Geggjað flott mynd =Þ

Svo eftir eitthvað viss marga kílómetra vorum við komin að húsinu. Það var samt svona pirrandi hlið þannig að við þurftum að skilja bílinn eftir og troða okkur í gegnum girðinguna...Það er eins gott að við vorum öll í ræktinni =Þ eða tveggja ára...*híhí*


Þetta er mynd af þessu draugahúsi. Það er alveg ótrúlega stórt hús sko.


Ég veit ekki hversu vel þið sjáið það á þessari mynd en þetta er viðbjóðslega stórt. Það sést reyndar nokkurveginn hversu illa farið húsið er...Það er búið að skrifa á alla veggi og það eru engar rúður eða neitt (þetta er reyndar alveg næstumþví 100 ára hús og ég veit ekki alveg hvenær það var farið að setja rúður í glugga þannig að gluggarnir gætu alveg hafa alltaf verið rúðulausir)

Hérna sést MJÖG vel hversu illafarið húsið er. Þetta er sem sagt loftið og það er mjög ótraustvekjandi að sjá þetta og svo nokkrum mínutum seinna að sjá þetta:

Ef hann hefði ekki verið svona duglegur í ræktinni hefði hann alveg getað dottið í gegnum gólfið og beint niður á næsta hæð fyrir neðan. Sem er allt voðalega fyndið þegar maður sér það gerast í teiknimyndum en kannski ekki alveg jafn fyndið þegar það er í alvörunni að gerast fyrir einhvern sem maður þekkir...=Þ
En sem betur fer eru allir mjög duglegir í ræktinni og það urðu engin slys =D

Svo vill ég aðeins sýna ykkur hversu flott þetta hús var einusinni með þessari mynd

Þetta er alveg hrikalega gamall arin og ég er nokkuð viss um það að það er dauður fugl í honum, en hann er flottur þrátt fyrir allt það. Og ég er fullviss um það að ef einhver mundi nenna að þrífa hann, að þá mundi hann örugglega virka bara betur en áður =Þ

Og ég ætlaði líka að deila með ykkur ógeðslega flottri mynd (að mínu mati) þótt að þegar ég horfi aðeins betur á hana sé ég alveg að hún gæti hafa verið tekin betri...

Pabbi er svo illilega búinn að heilaþvo mig með þessu ljósmyndadæminu hans...<<>>

Svo ein útsýnismynd...

Þetta er svona frekar dæmigert útsýni hérna í Namibíu á veturnar...brúnt...tré...dautt gras...en ekkert ljótt eða neitt þannig. Bara soldið ófjölbreytilegt finnst mér. En þetta er mikið flottara á sumrin þegar það rignir. Það er allt grænt og rosalega flott á litinn og þá trúir maður því varla að maður sé í alvörunni í Afríku...Þetta er bara eins og eitthvað heitt (MJÖÖGGGG heitt) Evrópuland eða eitthvað álíka finnst mér. En þessi mynd var tekin með tilliti til the Rule og Thirds eins og pabbi er alltaf endalaust að tala um þannig að ég ákvað að skella henni inn með hinum =Þ

Svo á bakaleiðinni var AÐ SJÁLFSÖGÐU meiri kjánaskapur og hérna er Rúnar Atli með kubbana sína í húfunni

Og ég ere alls ekki frá því að það er soldið svipur á honum og fólkinu í The Coneheads...sem er mynd sem er ógeðslega gömul og ég held að hún fékk ekkert svaka góða dóma eða neitt en ég man alltaf svo eftir myndinni sem var framaná vídeó kassanum á henni af því að það vildi engin horfa á hana með mér og ég fékk þar af leiðandi ekki að sjá hana...Svona eru minningar asnalegar =Þ Þetta er eitthvað sem skiptir í sjálfu sér nákvæmlega engu máli, en samt man ég þetta...


Þetta er ein mynd sem ég vandaði mig mjög mikið að taka með tilliti til þessarrar reglu sem pabbi er búinn að heilaþvo mig af þannig að ég er að vona að ykkur finnst henni mjög góð =D
Þetta er btw mynd af fuglahreiðri sem fuglar eru búnir að byggja á rafmagnslínur...þannig að ég alltaf fyrir mér fugla að hafa það gegt kósí inni hjá sér á kvöldin með sjónvarpið í gangi og hita og kvenfugl með bleika svuntu að elda matinn handa fjölskyldu hennar...=Þ
En þetta er kannski merki um það að ég horfi aðeins og mikið á teiknimyndir...*humm*

Svo endaði þetta ferðalag að sjálfsögðu á því að ég slasaði mig...

Ég klóarði mig til blóðs =Þ

Dagmar

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jemin eini bara næstum því sár... ohhh en veistu þetta grær áður en þú giftir þig....