laugardagur, 21. júlí 2007

Þreytt...<<>>

Já ég er þreytt. Þegar ég var að tala við einhverja á msn í gær var ég orðin voðalega þreytt rétt fyrir tólf og ég ætlaði bara að fara að sofa svo af því ég vissi það að ég mundi þurfa að vakna snemma í dag. Eins og ég geri alltaf á laugardögum bara =Þ (pínu kaldhæðnislegt...)
Allavega, ég var komin á frábæran stað til að hætta í tölvunni, Þórdís farin að bíða í Harry Potter biðröð, Erla líka, og það var bara Ásrún eftir en hvorug okkar hafði neitt sérstaklega merkilegt að segja þannig að ég ætlaði bara að fara að sofa.
Svo kemur Tinna upp stigann á fullri ferð og það lá við ég hélt að það væri eldur niðri eða eitthvað =Þ
Hún flýtur sér allavega inn til mömmu og pabba og svo strax út aftur og spyr mig hvort mig langi ekki svakalega mikið að keyra með hana í Maerua Mall svo hún geti keypt sér nýju Harry Potter bókina...
Ég hugsa mig um í nokkrar sekúndur og þar sem þið, kæru lesendur, vita, er ég alveg frábær systir. Keypti DVD handa Rúnari í gær og svo keyrði ég með Tinnu í bókabúðina þegar ég ætlaði að vera farin uppí rúm að sofa...það er eins gott að þau vita hvað þau eru heppin að eiga svona góða systur =Þ

Svo komum við og ég fann bílastæði og fór inní mollið og ég trúði bara ekki að þetta var réttur staður af því að það voru svo ógeðslega fáir að bíða. En jújú, það voru um 30 manns inní CNA að bíða. Svo ákvað ég að það væri eiginlega ekki hægt að fara þangað og ekki kaupa mér bókina. Ég meina, ég á fyrstu 6 bækurnar og ég ætlaði alveg pottþétt að kaupa númer 7 þótt að ég nennti ekki að hanga í marga klukkutíma að bíða eftir henni. Þannig að ég skaust í hraðbanka og beið í nokkrar mínútur og fékk bókina og allt í góðu. Svo fórum við bara heim og hún beint að fara að lesa bókina en ég ætla að bíða aðeins með það. Ég ætla fyrst að klára fjarnámið, fá svo bók nr 5 og 6 lánaðar hjá Tinnu af því að ég man engan veginn um hvað þær voru (ég var að lesa aftaná 7. bókina og það stendur eitthvað um Horcrux, og ég bara, "hvað er horcrux??" ég get ekki sagt ykkur það til að bjarga lífinu mínu sko) Allavega. Það er planið. Svo ætla ég bara að njóta þess að lesa síðustu bókina um hann Harry Potter...



Ég verð nú samt að viðurkenna það að bókin er ekkert sérstaklega flott að utan... *pæl*

Dagmar

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nei ekkert sérstaklega flott, finnst bók nr 3 hafa flottasta coverið.
Þarna lítur harry út fyrir að vera þrítugur.. *sek*