Já það eru nokkrir dagar síðan ég bloggaði síðast...ég er bara ekkert búin að vera að nenna því síðustu daga. Svo er ég líka búin að vera á fullu að læra. Ég er alveg að verða búin með einn íslensku áfangan sem ég er í. Hann er með áherslu á barnabókmenntir og þetta er voðalega skemmtilegur áfangi. Það er líka frekar auðvelt að lesa barna- og unglingabækur :P Allavega, það eru 13 verkefni í þessum áfanga sem við þurfum að klára, og við megum gera þetta á okkar eigin hraða bara með því skilyrði að við verðum að klára þau öll :) og ég er búin að vera á fullu á reyna að klára þennan áfanga áður en Þórdís kemur svo ég þurfi ekki að vera að læra eins og brjálæðingur þegar hún er hérna. Það væri frekar leiðinlegt...Þannig að ég er sko aldeilis búin að taka mig svakalega á, og ég er búin með 9 af þessum 13 verkefnum. Sem mér finnst bara nokkuð flott :D
Svo gengur mér ekki eins frábærlega með hinn íslensku áfangan. Hann er síðasti skylduáfanginn í íslensku og ég þarf að lesa Sjálfstætt Fólk eftir Halldór Laxness...Ég þyrfti aðeins að fara að lesa meira...:/ ekki að ég er að nenna því...(mér finnst hún ekki skemmtileg)
Svo er ég í félagsfræði 313 líka, og það er þróunarlandafélagsfræði (alveg frábært að vera í Namibíu að læra um þróunarlönd :P eða hvað...) og mér gengur bara eins og ætti að ganga þar. Ég er búin með það sem ég á að vera búin með, og á bara 2 verkefni, eina ritgerð og eitt krossapróf eftir í því. Sem er bara eins og það á að vera.
Saga 303 er líka fínn áfangi. Skylduáfangi reyndar sem gerir hann leiðinlegari :P en hann er skemmtilegri en 103 og 203. Og þar er ég ekki ennþá búin að þurfa að skila neinum verkefnum, en ég er núna að byrja að skrifa ritgerð sem ég á að skila eftir einhverja daga. Svo eru bara 4 krossapróf eftir það.
Þannig að ég mundi segja að þetta gengur bara þokkalega vel hjá mér :)
Svo þarf ég aðeins að kvarta...ég er búin að vera hérna í rúmlega mánuð og það hefur engin nema Þórdís og Húgó sent mér sms. Ég hef sent öðrum sms en engin að svara mér. Og ég VEIT að sum ykkar hafa fengið þessi sms frá mér...
Það er alltaf sagt "ég á ekki inneign", "ég var í vinnunni", og það sem mér fannst best "það kostar alveg 100kr að senda sms til þín" sem ég vill bara taka fram að er ekki satt. Ég sannaði það við þennan aðila að það kostaði ELLEFU krónur að senda mér sms. ÞIÐ HAFIÐ EKKI AFSÖKUN!!! mér leiðist hérna rosalega oft og hef oft ekkert að gera. Þannig að mér þætti það mjög fínt að fá sms af og til. Þótt það væri ekki nema bara að segja mér að eitthvað sem skiptir engu máli.
Svo er ég aftur farin að vera með linsurnar mínar og ég get ekki ákveðið mig hvort það fer mér betur að hafa gleraugun eða linsur...þannig að ég ætla að setja myndir af mér bæði með og án linsur og leyfa ykkur að hjálpa mér að ákveða :)
(takk fyrir hugmyndina Anna btw...)
Þetta er augljóslega ég MEÐ gleraugu. Eins og þið sjáið þá er ég voða flott og sæt, en ég veit ekki hvort ég er sætari svona eða ekki...*hmm*
Ok. Og þetta er ég ÁN gleraugna...helsti gallinn við að gera þetta er það að núna er ég með hringi í nefinu og vörinni en bara pinna á þessari mynd...en við verðum bara að ímynda okkur að ég sé með hringina :)
Allavega. Þið ræðið þetta á milli ykkar og hugsið þetta og kommentið síðan með skoðun ykkar :)
Jæja, ætli ég láti þetta ekki bara duga núna
Dagmar
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
1. Stolt af dugnaðinum varðandi námið haltu áfram og og sjáfstætt fólk er varla svoooo hræðileg
2. Ég hef EKKERT sms fengið "GRÁT" samt hef ég verið að senda þér
3. ég mundi segja með gleraugu þú miklu meira svona sophisticated lady þannig
Koss og knús frá bumbubúanum
vorkenni með sjálfstætt fólk elskan ekki beint eitthvað sem að ég myndi nenna að lesa og mér finnst gaman að lesa.. en ég veit ekki með myndirnar ég verð að segja bæði betra...
En allavegana þá skal ég alveg senda þér sms ef þú sendir mér ekki málið gella
gleraugu þú ert samt alltaf sæt :D
Drífðu bara Sjálfstætt fólk af, þá er þessu lokið - bókin er mjög góð.
Ég kýs gleraugun :-)
Skrifa ummæli