fimmtudagur, 19. júlí 2007

Harry Potter

Já ég fór á Harry Potter 5 í dag eins og þið sem lesið bloggið mitt oft ættuð að vita. Mér fannst hún bara mjög fín. Betri en ég hélt að hún yrði...
En þetta er kannski að hluta til út af því að ég man alveg EKKERT eftir bókinni =Þ þá gat ég ekki pirrast yfir hvernig myndin væri öðruvísi...

Svo sagði ég Rúnari Atla frá myndinni þegar ég kom heim. Ég sagði honum að það var "vondur maður" í myndinni, en að Harry Potter gat rakið hann í burtu af því að hann kann töfra =Þ
Þetta var greinilega ekki mjög sniðugt af því núna talar hann endalaust um vonda manninn, og mamma er búin að lofa mér að ef hann fær martröð verð ÉG vakin og látin hugga hann =Þ
Ég bíð spennt eftir að vita hvort ég þarf að vakna eða ekki...hehe

Svo er annars ekkert annað að frétta af mér síðan áðan, en ég vildi bara láta ykkur vita að ég dó ekki síðan ég bloggaði síðast. Kóngulóin hefur ekki ennþá náð mér...*sek* <<>>

Ég læt þetta duga,
Dagmar

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hehe auma rúnar og vondi kallinn.

En já ég mundi ekki mikið eftir bókinni þegar ég sá myndina og fannst hún alveg þokkaleg, en þegar ég fór að hugsa þetta og rifja upp að þá varð ég fyrir miklum vonbrigðum...
Skil ekki hvað fólk á við að þetta sé besta harry potter myndin so far.. finnst nr 1 lang best, finnst Daniel Radcliff bara hafa orðið frekar lélegur leikari eftir hann tók út kynþroska og gelgjuna...

Nafnlaus sagði...

Haha, vondi maðurinn...
En já, ég veit, Alan Rickman er flottur B-)

Nafnlaus sagði...

Jemin hvað ég skil mömmu þína vel