föstudagur, 20. júlí 2007

Blogmachine...

Ég virðist bara vera svakaleg bloggvél núna. Alltaf að blogga..fólk hefur örugglega ekki undan að lesa það sem ég er alltaf að skrifa =Þ Sem er reyndar kannski ekkert það merkilegt...En það gefur mér eitthvað að gera =D

Ég þurfti ekki að vakna og hugga Rúnar Atla í nótt. Hann hefur greinilega fattað það að Harry Potter náði alveg að reka vonda kallinn í burtu með töfrunum sínum =D Sem er ágætt fyrir alla held ég. En hann virðist alveg hafa gleymt þessu. Hann hefur allavega ekki nefnt það í allan dag. Ekki við mig allavega...

Svo fórum við í bæinn í dag. Þvottavélin okkar tók uppá því að bila um daginn, og núna kemur þvotturinn út úr henni skítugri heldur en þegar hann fór inn...Sem er ekki nógu gott. Þetta ætti bara að heita óhreinkunarvél eða eitthvað álíka =Þ
Við fórum sem sagt í Game í dag og keyptum nýja þvottavél sem á að koma til okkar á morgun.
Ég tók tækifærið og keypti mér Kronk's New Groove a DVD, og svo vildi Rúnar Atli fá einhverja söngmynd fyrir krakka sem heitir The Wheels on the Bus. Þar sem ég er svo svakalega góð systir keypti ég þennan DVD disk handa honum og hann varð mjög glaður og gaf mér sko RISASTÓRT knús og jafnstóran koss =Þ

Svo kíktum við líka á kaffihús og fengum okkur smá að borða svo við mundum nú ekki svelta...=Þ Það er aldrei gaman að svelta...

Svo eru allir veikir núna hérna. Maður heyrir stundum ekki í sjáfri sér að hugsa fyrir hnerrum...Sem betur fer er ég ekki svo veik. Ég fékk samt reyndar hnerrkast í gærkvöldi þegar allir aðrir voru farnir að sofa. Ekki gaman...=/
En ég er ekkert búin að hnerra í dag þannig að ég segist bara ekki vera neitt veik =Þ

Mér dettur ekkert í hug að segja annað þannig að ég læt þetta duga í bili...Það kemur örugglega nýtt blogg á morgun =Þ
Dagmar bloggvél

Engin ummæli: