sunnudagur, 19. ágúst 2007

12. ágúst 2007

Þetta var mikið fréttmeiri dagur en sá sem var áður =Þ

Við byrjuðum daginn okkar á því að fara til gaurinn sem á fjórhjóladæmið. Og þetta var klukkan 9 um morgni. Gaurinn sagði allavega að hann opnaði klukkan 9 þannig að við vildum vera fyrst á staðinn. Svo var okkur sagt það að það var eiginlega allt of mikil þoka til að geta farið á þessum tíma á þessum degi þannig að við áttum bara að koma aftur eftir svona 2 tíma. Þá fórum við að hugsa um hvað við ættum að gera þangað til, og ég stakk uppá því að fara smá rúnt í Walvis Bay. Það er bær í svona hálftíma fjarlægt frá Swakopmund.
Það er ekki jafm mikill túristabær og Swakop, og það er eiginlega bara svona fiskibær finnst mér. En það voru alveg ótrúlega mikið af Íslendingum þar á sínum tíma. Allir tengdir fiski á einhvern hátt =Þ
Anyway...
Við fórum á stað sem mig langar að segja hafi heitið Flamingo Bay eða eitthvað. Það eru mjög margir flamingoar þarna, ef þið föttuðuð ekki =Þ

Þetta er mynd af nokkrum flamingoum. Zoomið á myndavélinni minni er ekki alveg jafn gott og ég vildi og ekki nógu öflugt til að hafa tekið betri myndir þannig að þið verðið bara að sætta ykkur við þessa mynd =Þ


Við sáum þessa marglyttu á ströndinni þarna. Það var alveg geðveikt skrítið að snerta hana með skónum (sem ég gerði) ég hélt alltaf að marglyttur væru svona squishy (eins og í Finding Nemo) en þessi var bara mjög hörð... Það er kannski bara af því að hún var dauð eða eitthvað, en það var samt gegt skrítið. Núna þarf ég að hafa það mitt mission in life að finna lifandi marglyttu og snerta hana =Þ

Eftir þessa mjög skemmtilegu ferð til Walvis Bay fórum við aftur til fjórhjólagaursins og ætluðum bara að bíða í þennan hálftíma áður en klukkan varð 11. En það var akkúrat hópur að fara að leggja af stað og Þórdís og mamma fengu að fara með.

Þetta er staðurinn sem þær fóru á fjórhjólin btw...mikið að gera... =Þ
Ég var að lesa fimmtu Harry Potter bókina á meðan =D


Hérna er hluti af hópnum að koma til baka úr ferðinni og Þórdís og mamma eru þarna. Það er ekki hægt að sjá það, en ég veit það af því að ég var að fylgjast með...


Þarna sjá kannski nokkrir að þær eru þarna...það þarf samt að hafa augun MJÖG vel opin til að sjá þær =Þ helst bara stækkunargler...


Á þessari mynd er hægt að sjá Þórdísi á fjórhjólinu sínu. Mamma var akkúrat bakvið pálmatréið um leið og ég tók þessa mynd...

Eftir þessa stórkostlega reynslu vorum við allar orðnar þokkalega svangar (maður verður svangur á því að sitja inní bíl að lesa sko...) þannig að við fórum á einhvern gólfklúbb eða eitthvað til að borða. Það er alltaf hádegishlaðborð þarna á sunnudögum og okkur fannst tilvalið að fara á það. Maturinn var líka ekkert smá góður =D

Svo þegar við vorum búnar að borða á okkur gat fórum við til konunnar sem á nokkra úlfalda og það er hægt að fara á bak á nokkrum þeirra. Voða sniðugt að fara á úlfaldabak þegar maður er nýbúin að borða heilan helling auðvitað =Þ

Allavega. Þessi kona er lika með fullt af öðrum dýrum þarna, eins og barna kjúklingana sem ég sá og tók alveg ekkert smá margar myndir af =D

Ég set samt bara eina mynd inná af því að ég er ekki alveg viss að allir aðrir eru jafn hrifnir af barna kjúklingum og ég... =Þ


Þetta er kannski eitthvað sem fleiri finnst athyglisvert. Þetta er sem sagt eins og blandaður asni og zebrahestur. Sem ég hef aldrei séð áður, en þetta var allavega alveg klikkað fyndið og krúttlegt á sama tíma =Þ


Og þetta er mynd af Þórdísi að klappa asna. Hún hafði aldrei áður klappað asna og hún vildi bara hafa sönnunargögn fyrir því að hafa gert það =Þ


Og þetta er Þórdís með þetta höfuðrugl sem konan lætur alla fá áður en þau fara á úlfaldabak. Ég var með hattinn minn, en það var ekki nógu gott...rugl bara. Ég er enganveginn hrifin af þessu höfuðveseni...


Og þetta er ég á úlfaldanum þegar hann er að reisa sig upp. Það er næst erfiðast við þetta allt saman. Það erfiðista er þegar hann er að leggjast niður aftur. Það finnst mér allavega. Það gæti verið að einhverjir eru ekki alveg sammála mér.

Svo þegar þetta var búið vara bara farið aftur til Swakop og þá vildi ég aðeins fara að labba um á ströndinni og Þórdís var alveg til í það þannig að við gerðum það á meðan mamma fór aftur á hótelið að bíða eftir að pabbi, Rúnar Atli og Tinna komu.


Þessi mynd er tekin á bryggjunni í Swakopmund. Það sést greinilega hvað var alveg snilldarveður allan tímann sem við vorum þarna. Þetta var bara rugl. Maður sá varla þangað sem maður var að labba. En við náðum að sleppa því að detta í sjóinn =Þ

Svo á leiðinni aftur á hótelið ákvöddum við að fara á sædýrasafnið. Það var alveg geðveikt stuð. Mig minnti einhvernveginn að þetta væri bara ömurlegt sædýrasafn, en svo mundi ég að ég var að rugla við eitthvað allt annað safn. Sem ég hef ekki hugmynd um hvað var. Sem er bara bæklað =Þ
En allavega, ég náði ekki að taka neinar frábærar myndir þarna, en það var ein sem var allavega hægt að sjá hvað var tekið mynd af =Þ

Og þetta er hún. Þetta er sem sagt skjaldbaka að dunda sér við það að synda.

Þetta sædýrasafn er í rauninni alveg geðveikt. Það er alveg geðveikt stór tánkur með fullt af fiskum og hákörlum og skjaldbökum og það er svona göng á botninum á honum þannig að það er eins og maður er að labba í tánkinum með öllum fiskunum...Þetta er alveg klikkað töff sko.

Ég náði að taka myndband á myndavélinni minni af fiskunum að synda og allt, og ég ælta að leyfa því að fljóta með og vona það besta. Ég hef aldrei sett myndband inná bloggsíðuna þannig að ég er bara að vona að þetta gangi eins og það á að ganga.


Svo gerðum við eiginlega ekkert annað merkilegt. Jú, að vísu fórum við öll nema mamma út að borða á veitingastaðinn sem við fórum á daginn áður =Þ Og hann var alveg jafn góður. Maturinn var meira að segja betri, enda fékk ég mér ekki alveg það sama.
Nema það kom einhver geðveikt stór hópur af fólki á veitingastaðin þegar við vorum að byrja að borða og þau voru með svo mikil læti það hefði mátt halda að þau ólust upp í hávaðaverksmiðju...

Engin ummæli: