Þá var komið mánudagur. Við ætluðum þá að byrja að fara hægt og rólega norður með nokkrum stoppum.
Fyrsta stoppið var Cape Cross. Það er staðurinn sem þar eru alveg örugglega milljón selir bara að hanga á ströndinni. Það var allavega þannig síðast þegar ég fór þangað fyrir 7 árum eða eitthvað. Núna var þetta bara rugl. Það var ekki einn einasti selur á ströndinni, og bara nokkrir í sjónum hjá ströndinni.
Eins og þið sjáið (ef þið horfið vel og vandlega í sjóinn) Bara nokkrir selir lengst í burtu. En ég hugsa að nokkrir selir langt í burtu eru betri en engir selir neinsstaðar...
Svo keyrðum við bara beint norður í einhverja marga klukkutíma þangað til við komust að bæ sem heitir Khorixas. Þetta var bara nokkuð fínn staður. Hótel þá, meina ég. Ég meina, það hefði auðvitað getað verið flottara og allt það, og barþjónninn hefði mátt vera minni asni, en svona er lífið bara =Þ
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli