sunnudagur, 5. ágúst 2007

Fullt af ekki spennandi hlutum...

Já...eins og þið sjáið kannski þá er ég ekkert voða spennt yfir deginum í dag og í gær í daginn áður eða neitt. Bara mjög þreytt á þessu öllu saman =/
En kannski vilja allir aðrir vita hvað ég hef verið að gera...

Á laugardaginn byrjaði dagurinn mjög leiðinlega. Eins og fastirblogglesarar vita fer ég alltaf á kaffihús með pabba og mömmu og Rúnari Atla á hverjum laugardagsmorgni og hef ekki misst af neinum einasta laugardegi, þótt að ég hef verið illa sofin eða brjálæðislega þreytt. Það hafði aldrei gerst að ég mætti ekki með þeim. Þangað til síðast. Þá ákvað mömmu að henni datt ekki í hug að við mundum vilja koma með á kaffihús af því að við fórum seint að sofa. Ég var mjög sár að hafa ekki verið vakin til að fara með. Og mér dettur í hug að þetta gerist aldrei aftur...ég var það sár.

En svo seinna um kvöldið fórum við Þórdís að prufa að búa til einhverja snilldardrykki =Þ
Ég átti fyrst að búa til drykk og var hann svona:

Og hann var ógeðslega góður!! Það voru allir mjög sammála því =D ég og Þórdís allavega...=Þ

Svo var Þórdís næst að búa til drykk...

Og á myndinni sést hún að reyna að sýna öllum hvað þetta er góður drykkur en ég var ekki alveg sammála því..=/ ég gat ekki klárað hann allavega...

Svo vildi ég bara setja eina mynd til að sýna hvað sumt er asnalegt...

Ef þið horfið vel sjáiði að eitt af því sem er í þessum djús er "cranberry aroma"...og ég vissi ekki að trönuberja ilmur væri mjög auðvelt að setja inní drykk...*pæl*

Allavega, dagurinn í dag var soldið skárri. Við fengum sms sem tilkynnti það að eftir 30 mín ætlaði pabbi og Rúnar Atli að fara í Game. Og við ákvöðum að fara með. Þannig að við gerðum það =) Og það var ekki ógaman. Þórdís keypti sér einhverja þvottapoka af því að henni finnst asnalegt að ég eigi enga =Þ
Svo fórum við á Mugg & Bean til að fá okkur brunch og það var gegt gaman =D
Svo kíktum við í búðir og ég keypti afmælisgjafir handa bæði Önnu Maríu og Ásrúnu =D en þær fá ekkert að vita hvað það var sem ég keypti =Þ

Svo um tvö leitið fórum við (sem sagt, ég, Þórdís, Arndís og pabbi) í skipulagða ferð til Katatura. Það var alveg þokkalega gaman bara. Við byrjuðum á því að sjá Windhoek frá einni hæð hérna og það var ógeðslega flott bara. Við heyrðum líka sögu Windhoek. Ég hafði reyndar heyrt mest af því öllu áður í sögu tímum frá því að ég var hér í skóla =Þ
Svo kíktum við í Parliament garðinn. Hann er rosa flottur sko...myndirnar sýna það bara =Þ

Þarna sést kirkjan og allt sko. Geggjuð mynd er það ekki? =Þ

Svo fórum við Þórdís aðeins að fíflast =Þ

Við vorum ekki alveg að nenna að hlusta á guideinn að tala um einhverja dána karla sem voru eitthvað merkilegir fyrir mörgum árum...=/

Svo keyrði guideinn okkur í gamlan kirkjugarð þar sem einusinni mátti bara jarða svart fólk...svo var annar kirkjugarður hinumegin við götuna sem bara hvít fólk mátti einusinni vera jarðað. En núna má jarða hvern sem er þarna =Þ
Hérna er einn legsteinn í þessum kirkjugarði...

Og mér fannst hann soldið skondinn...
Það var til bók með nöfnin sem pössuðu við númerin, en hún týndist þannig að núna er engin leið til að vita hver er jarðaður hvar á þessum stað, nema þar sem er búið að gera almennilega legsteina...Pínu sorglegt í rauninni ef maður pælir í því...=/

Svo héldum við áfram í ferðinni okkar og núna fórum við til Katatura. Það er sem sagt fátæka hverfið í Windhoek. Ég tók ekki margar myndir en hérna eru allavega nokkrar =)

Hérna er mynd af húsum í fátækasta svæði Katatura. Hérna er fólk ekki með rafmagn, ekki með vatn og ekki með neitt af því sem við tökum sem sjálfsagðan hlut í dag...


Hérna er yfirlitsmynd yfir nokkrum húsum í hæð þarna. Það eru alveg rosalega mörg hús á þessu svæði sko...eins og þið sjáið. Og þetta eru ekki einusinni næstumþví öll húsin...


Þetta er klósett eða sturta hjá einhverjum. Og þetta er heppið fólk þar. Það eru engan vegin allir með klósett eða sturtu bara fyrir sig. Meira að segja mjög fáir...flestir nota sameiginleg klósett og sturtur...og það er hægt að sturta niður MJÖG fáum klósettum þarna...=/


Og svo er hér ein önnur yfirlitsmynd. Eins og þið sjáið.

Svo er var voða lítið annað að frétta...Við erum búnar að vera að læra soldið í dag og í gær og við erum báðar að vona að okkur gangi mjög vel í íslensku prófinu. Ég er samt frekar mikið stressuð...=/ mér finnst ég engan vegin skilja þetta nógu vel. Mig grunar að það voru soldil mistök að fara í íslensku 503 í fjarnámi...ég ætti að hafa farið í þetta í dagskóla svo að kennari gæti útskýrt þetta betur fyrir mér =/ en það er of seint af hugsa um það núna...

Jæja, við heyrumst eftir nokkra daga. Eða á morgun. Ég bara veit það ekki...=Þ
Dagmar

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

:-)

Nafnlaus sagði...

Ég verð eiginlega að segja að þetta er eitt messta sólheimabros sem eg hef séð lengi hjá þórdisi :p

Dagmar Ýr sagði...

hahahahahahahahahahaha