föstudagur, 3. ágúst 2007

Nörd...

Þórdís er nörd þeas =Þ hún er varla búin að líta upp frá Harry Potter 7 og mér er farið að líða soldið eins og ég er ekki jafn spennandi og Harry og vinir hans...ekki gott fyrir sjálfstraustið...=Þ

Hún náði samt að draga mig út í Maerua mall í þeim tilgangi að kaupa sér skó sem fóru ekki á hælana hennar af því að hún er eitthvað bólgin á ökklanum og það er erfitt fyrir hana að vera í skónum sem hún kom með. Þegar ég fór inní skóbúðir datt mér ekki í hug hvað hún er erfið í skókaupum =Þ það er magnað. Engir skór eru nógu flottir - það er eitthvað að þeim öllum. Þannig að ég gafst upp á því og ákvað að leita mér að bol sem sýndi tattooið mitt. Ég fann samt engan =/ ég verð að leita betur næst þegar ég fer í mollið bara =)
Þórdís náði samt að kaupa sér geðveikt flottan peysu-kjól-bol dæmi. Gegt töff.

Svo vorum við tvær að verða alveg BRJÁLAÐAR í morgun. Rafmagnið fór víst af í öllu hverfinu og ef rafmagnið fer af þá fer eitthvað dæmi inní gestahúsinu að pípa. Og klukkan 6 (!!) í morgun fór þetta að pípa. Alveg á fullu!! við vorum engan veginn sáttar við þetta. Þórdís reyndi að sofa og það gekk á endanum hjá henni, en ég ákvað bara að fara að lesa þangað til rafmagnið kom aftur á. Klukkan 8 (!!) í morgun hætti þetta píp loksins og núna erum við báðar gegt þreyttar eins og ykkur getur alveg örugglega dottið í hug...=/

En svo var Þórhildur að spurja hvar í Breiðholti ég bý, og núna bý ég á Æsufelli 4. Ég hef auðvitað enga hugmynd um hvar það er og ég held að ég gæti ekki ratað þangað þótt að ég fengi borgað fyrir það =Þ

Og svo ákvað ég að tilkynna það að ég sakna líka uppáhaldsfrænku mína =D og gegt marga aðra líka =)
Dagmar breiðhyltingur =Þ

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sakna þín líka, vona að þú finnir bol til að sýna tattoo ið þitt fljótlega ;)