Málið er að fyrir stuttu var iPodinum mínum stolið. Við höldum það allavega. Einn dag var hann á borðinu í forstofunni og svo næst þegar ég þurfti að nota hann var hann bara horfinn. Engin af okkur var búinn að taka hann eða neitt og við leituðum ÚT UM ALLT að honum...en hann fannst bara hvergi... =(
Mér finnst alveg rosalega leiðinlegt að hafa ekki iPod, sérstaklega ef allir aðrir eiga og eru að hlusta á, og þá er ég bara skilin útundan =(
Svo var ég að tala við mömmu í gær um það að mig langaði svo í bara lítinn og ódýrann mp3 spilara til að hafa einhver lög bara og geta þá hlustað á tónlist í fluginu á eftir. Og bara eitthvað sem mundi duga mér þangað til ég væri búin að fá vinnu og safna mér fyrir öðrum iPodi eða eitthvað.
Hún sagðist muna hugsa um það og sjá hvað hún gæti gert þegar hún og pabbi voru búin í þessari móttöku hjá indverska sendiherranum. Ég verð að viðurkenna það að ég var ekki neitt sérstaklega bjartsýn á þessu, en ég ákvað bara að bíða og sjá áður en ég mundi gefast alveg upp á þessu.
Fyrir svona 10 mínútum kom pabbi hingað til að sækja mömmu svo þau gætu farið á þessa móttöku. Svo segir mamma að pabbi vilji aðeins fá að tala við mig...Ég veit auðvitað ekkert hvað er í gangi og held að ég hafi gert eitthvað sem var þeim til skammar eða eitthvað =Þ En nei...
Pabbi réttir mér lítinn poka og segir að þetta er smá gjöf frá þeim og ég bara hef ekki hugmynd um hvað þetta gæti verið. Þannig að ég opna hann og hvað haldiði að sé í pokanum?
IPOD!!!!!!
Lítill bleikur iPod nano eins og ég átti áður =D =D =D
Akkúrat svona iPod =D
Núna er ég glaðasta manneskja í heiminum örugglega =D
En ég vildi bara láta ykkur vita hvað ég á frábæra foreldra svo þið hin yrðu öll öfundsjúk *evil laugh*
Dagmar Ýr =D
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
hehe töff
gegg til hammó... með ipodinn og við að eiga svona gegg foreldra :D
Til hamingju með nýja æpodinn :P
en ég á líka gegg foreldra, þau ætla að gefa mér fartölvu *yay*
Skrifa ummæli