fimmtudagur, 2. ágúst 2007

Hetjuskapur og Breiðholt

Ég var engin smá hetja síðustu nótt. Ég og Þórdís vorum úti í húsi eins og venjulega að spjalla saman og hlusta á tónlist og svoleiðis þegar ég rek augun í RISASTÓRANN KAKKALAKKA!!!! Ég sendi pabba sms um leið og ég sé hann en hann er farin uppí rúm...þannig að ég verð að redda þessu sjálf. Ég sæki Doom flöskuna á meðan Þórdís er uppá borðinu að deyja úr hræðslu =Þ Ég sprauta og sprauta og sprauta doominu á þennan kakkalakka en hann virðist ekkert vera að fara að drepast. En hann gerði það reyndar loksins á endanum. Þá þurfti ég að ná honum útúr húsinu af því hvorug okkar vildu sofa í sama herbergi og kakkalakkalík. Ég náði að nota tvö rör til að ná honum yfir á klosettpappírslengju og svo setja pappírinn í plastpoka, loka vel fyrir og svo henda pokanum út =Þ

Svo héldum við áfram að spjalla og hlusta á tónlistina og svoleiðis þegar Þórdís rekur augun í kónguló...
Hún er ekki alveg jafn stór og þessi síðasta sem ég var að berjast við, en samt ekkert lítil... ég allavega klifra uppá svona stól sem er á hjólum og næ að sprauta doom út um allan gluggan sem hún var hjá, og svo þurfti ég að ná að rúlla stólnum eftir glugganum líka til að ná að öllum glugganum - þegar ég var ennþá á stólnum...Þórdís var alveg stjörf af hræðslu og get ekkert hjálpað mér...=Þ

Svo sváfum við EKKI vel. Hún var hrædd um að vera étin á meðan hún svaf, og það lá við að hún svaf OFANÁ mér þannig að ég gat voða lítið sofið út af því =Þ

Svo í dag fórum við í Maerua og ég gat varla labbað út af harðsperrum við að reyna að rúlla stólnum út um allt gólf...en ég náði samt að missa mig í skókaupum =Þ óvart

Svo þegar pabbi kom að sækja okkur spurði hann mig og Tinnu hvort okkur liði ekkert öðruvísi en áðan...við sögðum bara nei...bara eins og venjulega (ég hélt reyndar að hann var að tala við hana um nýju gleraugun hennar þannig að ég svaraði honum ekki) en mér leið samt bara eins, en svo sagði hann "Líður ykkur ekkert öðruvísi núna að þið eruð ekki akurnesingar lengur heldur breiðhyltingar?"

Og maður fékk pínu sjokk. Ég vissi alltaf að þetta var að gerast og allt, en þegar þetta var búið að gerast þá var það gegt svona...já...sjokk bara =Þ

Við fáum íbúðina 1. september og skólinn byrjar 22. ágúst þannig að ég þarf bara að taka strætó 6 sinnum...nema auðvitað ef ég ákvað að ég vil ekki taka strætó og fæ að gista hjá einhverjum =Þ eða keyra...=Þ

En ég held að ég hef bara ekkert annað að segja í augnablikinu =)
Við heyrumst seinna...
Dagmar breiðhyltingur =Þ

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Geez hvað þú ert mikil pöddumorðingi.. maður getur ýmindað sér að þú ert i svona ninja suit og stórt samurai sverð og hoppar svona á pöddurnar haha

Nafnlaus sagði...

Pfft, þarft ekkert að vera með svona vesen við pöddudrápin. Notar bara Avada Kedavra á þær *duh*

Anyway, það verður gott að hafa þig aðeins nær :P Þá hef ég kannski einhvern til að fara með mér á kaffihús <<>>

Dagmar Ýr sagði...

kaffihúsferð - check =D

gegt gaman. ég hlakka gegt til =D =D =D =D

Nafnlaus sagði...

Til hamingjun en hvar í Breiðholtið ertu að flytja?
Fyrverandi breiðhyltingur vill vita, btw við erum ekki white trash.

Nafnlaus sagði...

miss you