föstudagur, 16. nóvember 2007

7 dagar!!!

Já, eftir sjö daga er dimmisjón =D mér finnst vera svo ógeðslega stutt síðan ég var nýbyrjuð í FÁ og vissi ekki neitt. Mér finnst meira að segja vera bara klikkað stutt síðan ég var 16 ára og nýútskrifuð úr 10. bekk og rosalega stressuð yfir því að byrja í FVA. Svo er líka svo stutt síðan ég var busuð finnst mér...það er alveg magnað hvað tíminn er fljótur að líða...ég verð bara orðin 40 fimm barna móður áður en ég veit af...=Þ sem er soldið krípí...

Svo var ég á fyrstu "alvöru" vaktinni minni í 10-11 í gær. Rosalega gaman. Þá var ég sem sagt ein og ég á alltaf að vera ein á vöktum, ég var bara með öðrum alltaf á meðan ég var að þjálfast í að gera allt almennilega. Ég verð avísu ekki en um helgina af því að það eru svo mikil verkefni sem eru allt öðruvísi en á kvöldvöktum sem ég þarf að gera á dagvöktum um helgar. Þannig að ég verð með Dagmar verslunarstjóra um helgina =) já. hún heitir líka Dagmar. Það var örugglega þess vegna sem hún réð mig =Þ nei...ég segi bara svona =Þ

Jæja, það er alveg að fara að vera kominn tími. Ég blogga líklega einhverntímann fljótlega. Það eru að fara að koma próf og þá er alltaf mjög mikilvægt að blogga =Þ *procrastination*

Dagmar Ýr

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

awesome...
brake a leg!

Dagmar Ýr sagði...

hemlaðu fót?

Ásrún sagði...

já ég er alveg sammála þér hvað allt virðist líða hratt, ég verð komin til Írlands áður en ég veit af, hehe

Einnig er ég sammála þér með procrastination-ina.. mjög mikilvægt að blogga já eða bara taka til. þau fáu skiptí sem ég hellist tiltektaræði er einmitt þegar ég á að vera að læra undir próf, hehe

break a leg í prófunum og á dimmiteringunni að sjálfsögðu ;)