Ég bara trúi ekki hvernig sumir láta í sambandi við vinnuna sína. Ég meina, maður er ráðin til að gera eitthvað, og þetta er eitthvað sem maður hefur augljóslega valið sér að gera, annars væri maður ekki í þessari vinnu, en samt eru sumir sem eru bara greinilega alveg skítsama um allt og nenna bara ekki að gera neitt almennilega.
Ég var að vinna í dag, og átti að byrja kl 8 um morgunin, eins og alltaf um helgar. Ég er farin að mæta aðeins fyrr alltaf, af því að ég vill gera upp áður en ég byrja í rauninni að vinna, svo ég þarf ekki að vera lengur á daginn og eyða góðum tíma í að gera upp þegar ég gæti verið að gera eitthvað mikið skemmtilegara.
Þannig að ég mætti rúmlega tuttugu mínútur í 8 í morgun og þegar ég labbaði inní búðina sá ég ekki næturvörðinn alveg strax. Það er kannski ekki svo merkilegt, en svo þegar ég sá hann varð ég alveg gjörsamlega kjaftstopp. Þá liggur hann bakvið vegginn hjá kössunum SOFANDI!!!! Án gríns. Ég meina, hann vaknaði ekki við það að ég kom inn, þannig að einhver fullur einstaklingur hefði ekki verið í neinum vandræðum með það að stela einhverju.
En ég ákvað að fara inná skrifstofu og stimpla mig inn og fara úr úlpunni og fer svo aftur fram. Þá rumskar hann og lítur á mig, svo á klukkuna, og segir "Ég hélt að morgunvaktin byrjaði kl 8" sem sagt þá var hann greinilega að reyna að laumusofa í vinnunni og ætlaði að vera vaknaður þegar ég mætti. Ég bara trúði ekki það sem ég var að heyra.
Svo var hann ekki einusinni búinn að setja bakarísmatinn uppí hillurnar. Þá var það allt bara liggjandi á plötunum inní skápnum undir ofninum. Þetta fannst mér líka alveg svakalega lélegt af honum. Auðvitað á maturinn að fara beint í hilluna um leið og maður er búinn að baka hann.
Ég bara skil ekki hvernir maður dirfist til að hegða sér svona í vinnunni. Það er engin að neyða honum til að vera að vinna hjá Öryggismiðstöðinni sem næturvörður í 10-11, hann sótti augljóslega um að fá að gera það, annars væri hann ekki að því, þannig að ég bara skil ekki af hverju fólk vill ekki standa sig vel í vinnunni. Ég meina, halló!!!
Ég var, vægast sagt, frekar pirruð á þessu, og ég get sko lofað ykkur því að ég mun kvarta um þessa hegðun á morgun í vinnunni. Ég hefði gert það í dag, en ég var svo ógeðslega þreytt að ég bara steingleymdi að hringja í gaurinn sem sér um Öryggisdótaríið hjá okkur =Þ
Jæja, þetta var það sem ég vildi deila með ykkur...
Dagmar Ýr
sunnudagur, 24. febrúar 2008
laugardagur, 23. febrúar 2008
100!!!!
YAY!!! Þetta er hundraðasta bloggfærsla mín á þessu bloggi. WOO!!! Þetta er tilefni til að halda uppá skal ég segja ykkur =Þ ekki það að ég nenni því eða neitt =Þ
En allavega...ég vildi bara láta ykkur öll vita af nokkrum skrítnum atburðum sem áttu sér stað í dag...
Í fyrsta lagi, var klukkan eitthvað um 9 eða 10 í morgun og ég horfi út um gluggann í vinnunni, og sé akkúrat strætó fara framhjá. Þetta er kannski ekki frásögufærandi af því að það eru þrír strætóar sem keyra framhjá með reglulega millibili framhjá vinnunni minni, en það eru 4, 5 og 12. Mér brá þá ekkert smá þegar ég sá að þetta var 3 að keyra framhjá...
Og svo í öðru lagi, er ég á leiðinni heim eftir langan og erfiðan vinnudag og ég er búin að ýta á takkan í strætónum til að láta bílstjóran vita að ég vill komast úr honum. Ég stend hjá hurðinni, þolinmóð að bíða eftir að hann stoppi, þegar þrír gaurar (sem ég ætti kannski eiginlega að kalla fávita) hlaupa fyrir framan strætóinn. Það varð ekkert slys eða neitt, en bílstjórinn hemlaði aðeins fastar en hann hefði kannski þurft að gera annars. Þá heldur bílstjórinn auðvitað að strákarnir ætla að fara inní strætóinn og hann opnar þ.a.l. framhurðina. Og er er ennþá að bíða eftir að hann opni bakhurðirnar svo ég komist út. Strákarnir eru svo ekkert að fara í strætóinn þannig að bílstjórinn lokar bara hurðinni og leggur af stað.
Og gleymdi að hleypa mér út
Gamla-Dagmar hefði staðið þarna eins og fífl og verið of feimin til að öskra á bílstjórann til þess að vinsamlegast hleypa sér út, en Nýja-ófeimna-Dagmar hefur tekið við af þessari gömlu, og ég náði að láta bílstjórann stoppa =) og þurfti meira að segja að labba styttri vegalengd út af þessu klúðri.
Og strákarnir hlóu eins og hýenur á hlátursgasi þegar þeir sáu að bílstjórinn hefði eitthvað ruglast og gleymt að hleypa mér út...eins og ég sagði...fávitar.
En þá er bloggkvótinn minn búinn í dag..það er ekki oft sem ég blogga svona mikið á einum degi =Þ
Blæ
Dagmar Ýr
P.S. aftur, til hamingju með afmælið Jóhanna =D *fingurkoss til þín á Suðureyri*
En allavega...ég vildi bara láta ykkur öll vita af nokkrum skrítnum atburðum sem áttu sér stað í dag...
Í fyrsta lagi, var klukkan eitthvað um 9 eða 10 í morgun og ég horfi út um gluggann í vinnunni, og sé akkúrat strætó fara framhjá. Þetta er kannski ekki frásögufærandi af því að það eru þrír strætóar sem keyra framhjá með reglulega millibili framhjá vinnunni minni, en það eru 4, 5 og 12. Mér brá þá ekkert smá þegar ég sá að þetta var 3 að keyra framhjá...
Og svo í öðru lagi, er ég á leiðinni heim eftir langan og erfiðan vinnudag og ég er búin að ýta á takkan í strætónum til að láta bílstjóran vita að ég vill komast úr honum. Ég stend hjá hurðinni, þolinmóð að bíða eftir að hann stoppi, þegar þrír gaurar (sem ég ætti kannski eiginlega að kalla fávita) hlaupa fyrir framan strætóinn. Það varð ekkert slys eða neitt, en bílstjórinn hemlaði aðeins fastar en hann hefði kannski þurft að gera annars. Þá heldur bílstjórinn auðvitað að strákarnir ætla að fara inní strætóinn og hann opnar þ.a.l. framhurðina. Og er er ennþá að bíða eftir að hann opni bakhurðirnar svo ég komist út. Strákarnir eru svo ekkert að fara í strætóinn þannig að bílstjórinn lokar bara hurðinni og leggur af stað.
Og gleymdi að hleypa mér út
Gamla-Dagmar hefði staðið þarna eins og fífl og verið of feimin til að öskra á bílstjórann til þess að vinsamlegast hleypa sér út, en Nýja-ófeimna-Dagmar hefur tekið við af þessari gömlu, og ég náði að láta bílstjórann stoppa =) og þurfti meira að segja að labba styttri vegalengd út af þessu klúðri.
Og strákarnir hlóu eins og hýenur á hlátursgasi þegar þeir sáu að bílstjórinn hefði eitthvað ruglast og gleymt að hleypa mér út...eins og ég sagði...fávitar.
En þá er bloggkvótinn minn búinn í dag..það er ekki oft sem ég blogga svona mikið á einum degi =Þ
Blæ
Dagmar Ýr
P.S. aftur, til hamingju með afmælið Jóhanna =D *fingurkoss til þín á Suðureyri*
AfmælisBÖRN
Jájájá...klukkan var ekki einusinni 7...ég má alveg gleyma að það eru fleiri sem eiga afmæli í dag...
En sem sagt, Jóhanna bestasta besta frænka í heiminum á afmæli í dag (örugglega orðin 25 hugsa ég =Þ hehe) og hann Vífill á líka afmæli í dag.
Ég vil óska Jóhönnu og Vífli til hamingju með daginn. Þótt að ég efast stórlega um að Vífill lesi bloggið mitt, eða viti yfir höfuð að það sé til, vil ég samt óska honum til hamingju með daginn hér, af því að þá er til sönnun fyrir því að ég gerði það.
Ég er kannski farin að bulla soldið mikið...en það er bara af því að ég er búin að vera á rúmlega 8 tíma vakt og búin að vera alveg á fullu í allan þann tíma.
Dagmar
En sem sagt, Jóhanna bestasta besta frænka í heiminum á afmæli í dag (örugglega orðin 25 hugsa ég =Þ hehe) og hann Vífill á líka afmæli í dag.
Ég vil óska Jóhönnu og Vífli til hamingju með daginn. Þótt að ég efast stórlega um að Vífill lesi bloggið mitt, eða viti yfir höfuð að það sé til, vil ég samt óska honum til hamingju með daginn hér, af því að þá er til sönnun fyrir því að ég gerði það.
Ég er kannski farin að bulla soldið mikið...en það er bara af því að ég er búin að vera á rúmlega 8 tíma vakt og búin að vera alveg á fullu í allan þann tíma.
Dagmar
6.40
Já, klukkan er tuttugu mínútur í sjö, snemma á laugardegi. Ég vaknaði óvart ALLT of snemma og er þ.a.l. að láta mér leiðast í einhvern tíma. Af því að ég nenni engan veginn að bíða í strætóskýli í hálftíma...
Ég er ekkert búin að blogga undanfarið af því að ég hef bara nákvæmlega ekkert að segja ykkur. Það er ekkert að frétta. Ég hef ekki gert neitt áhugavert ógeðslega lengi.
Nema reyndar, í gær fór ég á skauta. Og ég var ekki lengi. Ég virðist vera orðin svo gömul að það er bara vont að skauta. Ég fékk í bakið og var með einhverja verki í fæturnar og ég veit ekki hvað...svo kann ég líka ekkert á skauta og það er takmörkuð skemmtun að láta einhvern draga sig hring eftir hring þegar milljón litir krakkar eru í kringum mann að þykjast vera á Ólympíuleikunum og enda bara með því að vera illilega fyrir manni. En þetta var samt klikkað gaman áður en ég fór að finna til =)
Og ég er líka búin að vera voðalega dugleg að fara í bíó undanfarið. Ég er búin að sjá The Mist, Cloverfield, Death at a funeral, Sweeney Todd og Untraceable á stuttum tíma. Mér finnst samt eins og það eigi að vera önnur mynd líka sem ég sá nýlega, en ég man ekki hvaða mynd það ætti að vera... *pæl*
Hvað get ég sagt ykkur annað?
Mig minnir að einhver eigi afmæli í dag...hver ætli það sé? =Þ Það gæti kannski verið bestasta frænkan í heimi...en ég er ekki viss =Þ
Hehe...ég er ógeðslega leiðinleg =Þ
Til hamingju með daginn elsku besta frænka í alheiminum =*
Og núna er ég algjörlega uppiskroppa með hugmyndir...En klukkan er tíu mínútur í 7 núna. Ég held að ég fari bara út...kíki í sjoppuna áður en ég legg af stað svo ég geti borðað eitthvað áður en ég byrja að vinna...
Ég vona bara að næturvaktin hafi staðið sig betur en síðasta laugardag sem ég var að vinna =Þ
Bæbæ =)
Dagmar Ýr
Ég er ekkert búin að blogga undanfarið af því að ég hef bara nákvæmlega ekkert að segja ykkur. Það er ekkert að frétta. Ég hef ekki gert neitt áhugavert ógeðslega lengi.
Nema reyndar, í gær fór ég á skauta. Og ég var ekki lengi. Ég virðist vera orðin svo gömul að það er bara vont að skauta. Ég fékk í bakið og var með einhverja verki í fæturnar og ég veit ekki hvað...svo kann ég líka ekkert á skauta og það er takmörkuð skemmtun að láta einhvern draga sig hring eftir hring þegar milljón litir krakkar eru í kringum mann að þykjast vera á Ólympíuleikunum og enda bara með því að vera illilega fyrir manni. En þetta var samt klikkað gaman áður en ég fór að finna til =)
Og ég er líka búin að vera voðalega dugleg að fara í bíó undanfarið. Ég er búin að sjá The Mist, Cloverfield, Death at a funeral, Sweeney Todd og Untraceable á stuttum tíma. Mér finnst samt eins og það eigi að vera önnur mynd líka sem ég sá nýlega, en ég man ekki hvaða mynd það ætti að vera... *pæl*
Hvað get ég sagt ykkur annað?
Mig minnir að einhver eigi afmæli í dag...hver ætli það sé? =Þ Það gæti kannski verið bestasta frænkan í heimi...en ég er ekki viss =Þ
Hehe...ég er ógeðslega leiðinleg =Þ
Til hamingju með daginn elsku besta frænka í alheiminum =*
Og núna er ég algjörlega uppiskroppa með hugmyndir...En klukkan er tíu mínútur í 7 núna. Ég held að ég fari bara út...kíki í sjoppuna áður en ég legg af stað svo ég geti borðað eitthvað áður en ég byrja að vinna...
Ég vona bara að næturvaktin hafi staðið sig betur en síðasta laugardag sem ég var að vinna =Þ
Bæbæ =)
Dagmar Ýr
föstudagur, 8. febrúar 2008
Snjóhetja
Eins og flestir sem lesa þetta blogg vita, er engin smá mikill snjór hérna á þessu blessaða landi sem ég bý í. Þessi snjór á það til að valda smá veseni af og til, eins og því sem ég sá áðan.
Anna María var sem sagt nýbúin að skutla mér heim og ég var búin að komast að því að það var engin heima, og ég var nýbyrjuð að pæla í hverju ég ætti að fá mér að borða, af því að ég hafði ekkert náð að borða almennilega yfir daginn.
Þá hringir Anna María í mig og spurði hvort ég væri ekki til í að hjálpa einni konu sem hún var sjálf að hjálpa, sem hafði fest bílinn sinn í snjónum. Þannig að ég fór í skó og úlpuna mína og hljóp niður til að hjálpa. Þetta var alveg ótrúlegt vesen. Við hringdum í lögguna og allt, en þeir sögðu að þeir hjálpuðu ekki í svona tilvíki. Sem mér finnst nú bara rugl...
Allavega...við ýttum og ýttum og ýttum, en ekkert gerðist!! Það vantaði SVO lítið til að bíllinn náði að hreyfast, en það vantaði bara eitthvað smá. Sem betur fer var akkúrat strákur að labba framhjá og hann kom til að hjálpa, og þá náðum við að ýta honum af stað.
Svo þegar við vorum búnar að þessu, tókum við Anna María eftir því að það er fólk einhversstaðar hérna í Æsufellinu að horfa á okkur. Og voru greinilega búin að vera að horfa í soldin tíma. Er þetta virkilega hvernig fólk er? Að horfa á fólk reyna í rúmlega 10 mínútur að færa bíl, og ekkert að reyna að hjálpa. Það er ekki í lagi með fólk!!
En ég er sem sagt búin með góðverk dagsins, og bara vona að ef ég lendi einhverntíman í einhverju veseni, að einhver hjálpi mér =)
Anna María var sem sagt nýbúin að skutla mér heim og ég var búin að komast að því að það var engin heima, og ég var nýbyrjuð að pæla í hverju ég ætti að fá mér að borða, af því að ég hafði ekkert náð að borða almennilega yfir daginn.
Þá hringir Anna María í mig og spurði hvort ég væri ekki til í að hjálpa einni konu sem hún var sjálf að hjálpa, sem hafði fest bílinn sinn í snjónum. Þannig að ég fór í skó og úlpuna mína og hljóp niður til að hjálpa. Þetta var alveg ótrúlegt vesen. Við hringdum í lögguna og allt, en þeir sögðu að þeir hjálpuðu ekki í svona tilvíki. Sem mér finnst nú bara rugl...
Allavega...við ýttum og ýttum og ýttum, en ekkert gerðist!! Það vantaði SVO lítið til að bíllinn náði að hreyfast, en það vantaði bara eitthvað smá. Sem betur fer var akkúrat strákur að labba framhjá og hann kom til að hjálpa, og þá náðum við að ýta honum af stað.
Svo þegar við vorum búnar að þessu, tókum við Anna María eftir því að það er fólk einhversstaðar hérna í Æsufellinu að horfa á okkur. Og voru greinilega búin að vera að horfa í soldin tíma. Er þetta virkilega hvernig fólk er? Að horfa á fólk reyna í rúmlega 10 mínútur að færa bíl, og ekkert að reyna að hjálpa. Það er ekki í lagi með fólk!!
En ég er sem sagt búin með góðverk dagsins, og bara vona að ef ég lendi einhverntíman í einhverju veseni, að einhver hjálpi mér =)
miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Næturvaktir og strætó
Eru bæði ömurleg. Og ég þarf ekki einusinni að vera á næturvöktum. En ég er alltaf á kvöldvöktum í vinnunni og þá þarf ég að bíða eftir næturverðinum sem á að taka við af mér. Og næturvaktin byrjar kl 23. Þannig að mér finnst ekki vera of mikið ætlast þegar maður vill fá næturvörðinn í vinnuna amk 5 mín í 11. En nei. Ef ég væri með 14 fingur, gæti ég talið á einni hendi hversu oft næturvörðurinn hefur mætt fyrir ellefu. Og það er ekki eins og þetta sé alltaf sami næturvörðurinn sem á að koma. Það eru nokkrir næturverðir sem vinna í búðinni sem ég vinn í og þeir mæta allir seint. Það er eins og Öryggismiðstöðin er að kenna óstundvísi. Og þetta er bara ömurlegt.
Svo er það strætókerfið sem mér finnst vera rugl líka. Ég ætla samt ekki að tuða um það meira en ég þarf.
Allavega, ég er núna að spara pening alveg á fullu, og ákvað að hætta að keyra bílinn. Hann er bara í hitanum í bílskúrnum þar sem honum finnst best að vera =Þ
Og ég er með frítt strætókort sem dugar til 1. júní minnir mig, þannig að þetta virkar bara vel.
En...það er einn strætó sem fer beint frá blokkinni minni í vinnuna. Sem er alveg mjög þægilegt. Og hann fer tvisvar eftir 23 á kvöldin frá vinnunni. Kl 23.08 og 23.38 og af því að ég var að enda við að pirrast yfir næturvaktinni, ættuð þið kannski að fatta að ég get aldrei tekið strætóinn sem fer 23.08 nei. Ég þarf að bíða geðveikt lengi til að taka strætó kl 23.38 sem þýðir það að ég er komin heim kl tólf. Ef næturvörðurinn mundi koma rétt fyrir 23 þá gæti ég tekið strætó 23.08 og verið komin heim hálf tólf. En nei...það er auðvitað ekki hægt að vera frá Öryggismiðstöðinni og koma á réttum tíma. Að sjálfsögðu ekki. Hvernig læt ég?
Svo er það strætókerfið sem mér finnst vera rugl líka. Ég ætla samt ekki að tuða um það meira en ég þarf.
Allavega, ég er núna að spara pening alveg á fullu, og ákvað að hætta að keyra bílinn. Hann er bara í hitanum í bílskúrnum þar sem honum finnst best að vera =Þ
Og ég er með frítt strætókort sem dugar til 1. júní minnir mig, þannig að þetta virkar bara vel.
En...það er einn strætó sem fer beint frá blokkinni minni í vinnuna. Sem er alveg mjög þægilegt. Og hann fer tvisvar eftir 23 á kvöldin frá vinnunni. Kl 23.08 og 23.38 og af því að ég var að enda við að pirrast yfir næturvaktinni, ættuð þið kannski að fatta að ég get aldrei tekið strætóinn sem fer 23.08 nei. Ég þarf að bíða geðveikt lengi til að taka strætó kl 23.38 sem þýðir það að ég er komin heim kl tólf. Ef næturvörðurinn mundi koma rétt fyrir 23 þá gæti ég tekið strætó 23.08 og verið komin heim hálf tólf. En nei...það er auðvitað ekki hægt að vera frá Öryggismiðstöðinni og koma á réttum tíma. Að sjálfsögðu ekki. Hvernig læt ég?
mánudagur, 4. febrúar 2008
Jói Fel hvað?
Ég hafði voðalega lítið að gera í dag. Ég vaknaði...ég fór með Bjössa, Erlu og Önnu Maríu í heimsókn til Þórhildar í vinnunni...við hittum Sól og Vífill þar...ég fór með Önnu að fá mér ís...kíktum svo til hennar í nokkrar mínútur svo hún gæti náð í eitthvað dót...við fórum í búð...ég keypti rjóma og eitthvað vesen...við komum svo aftur heim til mín...og ég fór að baka.
Ég ætlaði sem sagt að koma Þórhildi á óvart og baka bollur af því að hún hafði komið mér á óvart með blómunum um daginn =Þ
Ég hafði auðvitað aldrei áður á ævinni bakað bollur þannig að ég var ekkert að vonast eftir því að þetta væru bestu bollurnar sem ég hef smakkað eða neitt þannig...en ég vonaði að þær voru allavega ekki vondar =Þ
Ég byrjaði á því að búa til deigið...svona eins og maður gerir bara...
Og ég hef aldrei áður bakað neitt þar sem deigið er svona skrítið...fyrst fannst mér að ég hefði gert eitthvað vitlaust, en ég ákvað að prufa og sjá bara til =Þ
Svo setti ég þær í ofninn og beið í rétt rúmlega hálftíma og tjekkaði svo á því hvernig bollurnar litu út...
Og þær litu bara út eins þær líta venjulega út þegar þeim vantar súkkulaði á toppinn.
Svo náði ég í suðusúkkulaðið og tókst að klúðra því svakalega tvisvar...en sem betur fer keypti ég nógu mikið af súkkulaði þannig að ég gerði bara þriðju tilraunina =Þ og allt er þegar þrennt er, eins og er sagt =Þ
Þannig að ég setti súkkulaðið á bollurnar og svo var bara að bíða þangað til súkkulaðið harnaði =)
Rosa flottar!!!
Og þær bragðast ekkert illa heldur =Þ hugsanlega bara bestu bollur sem ég hef smakkað =) sem lætur mann halda að maður er betri en Jói Fel í bakstrinum =D en það kemur í ljós þegar maður fer oftar að baka eitthvað skemmtilegt =D
Eins og ég nefndi áðan, þá var Anna María í heimsókn hjá mér í dag á meðan ég var að baka, og það leit út fyrir það að hún var pínu abbó að hafa ekki fengið að fara í Twister með okkur um helgina, þannig að hún fór bara sjálf í Twister *híhí*
Rosalega gaman hjá henni =Þ
Ég ætlaði sem sagt að koma Þórhildi á óvart og baka bollur af því að hún hafði komið mér á óvart með blómunum um daginn =Þ
Ég hafði auðvitað aldrei áður á ævinni bakað bollur þannig að ég var ekkert að vonast eftir því að þetta væru bestu bollurnar sem ég hef smakkað eða neitt þannig...en ég vonaði að þær voru allavega ekki vondar =Þ
Ég byrjaði á því að búa til deigið...svona eins og maður gerir bara...
Og ég hef aldrei áður bakað neitt þar sem deigið er svona skrítið...fyrst fannst mér að ég hefði gert eitthvað vitlaust, en ég ákvað að prufa og sjá bara til =Þ
Svo setti ég þær í ofninn og beið í rétt rúmlega hálftíma og tjekkaði svo á því hvernig bollurnar litu út...
Og þær litu bara út eins þær líta venjulega út þegar þeim vantar súkkulaði á toppinn.
Svo náði ég í suðusúkkulaðið og tókst að klúðra því svakalega tvisvar...en sem betur fer keypti ég nógu mikið af súkkulaði þannig að ég gerði bara þriðju tilraunina =Þ og allt er þegar þrennt er, eins og er sagt =Þ
Þannig að ég setti súkkulaðið á bollurnar og svo var bara að bíða þangað til súkkulaðið harnaði =)
Rosa flottar!!!
Og þær bragðast ekkert illa heldur =Þ hugsanlega bara bestu bollur sem ég hef smakkað =) sem lætur mann halda að maður er betri en Jói Fel í bakstrinum =D en það kemur í ljós þegar maður fer oftar að baka eitthvað skemmtilegt =D
Eins og ég nefndi áðan, þá var Anna María í heimsókn hjá mér í dag á meðan ég var að baka, og það leit út fyrir það að hún var pínu abbó að hafa ekki fengið að fara í Twister með okkur um helgina, þannig að hún fór bara sjálf í Twister *híhí*
Rosalega gaman hjá henni =Þ
sunnudagur, 3. febrúar 2008
Twister
Það var sko stuð um helgina. Ég ákvað að ég var þokkalega sátt við umgengi fólks hérna heima hjá mér þannig ég ákvað að fólk mætti svo sem alveg koma í heimsókn og gera eitthvað skemmtilegt. Það þurftir samt að byrja á undan mér af því að ég var sú eina sem gat tekið kvöldvaktina á föstudeginum, þannig að ég var ekki komin heim fyrr en rúmlega 11. Sem betur fer kom Vífill að sækja mig, af því að ég var engan veginn að nenna að vera hálftíma í strætó.
Allavega...Þegar ég kom fór ég að skipta um föt og þá var falleg sjón í sófanum mínum...
sem sagt fólk að leiðast...tss...það þurfti þá að redda því...
Og þess vegna var stungið upp á því að fara í Twister...það er samt óþarfi að rifja upp hver átti þá stórkostlegu hugmynd...
Ég verð samt að viðurkenna það að ég hef sjaldan skemmt mér jafn vel og að horfa á annað fólk half drepa hvort annað í þessum leik =Þ
Eins og sést á öllum þessum stórskemmtilegum myndum =)
Alveg snilld...
Sérstaklega þegar það kom ísmoli út úr frystinum alveg sjálfur og hoppaði eftir gólfinu beint í nærbuxurnar hans Vífils *haha* og það var alveg engum að kenna. Síst af öllum mér *sjáiði geislabauginn?*
Svo daginn eftir kom fólk aftur í heimsókn...
Bjössi hefur verið mikið að pæla í hvað hann er að borða undanfarið...og er kominn í átak núna. Þótt að það sést ekki á næstu mynd...
Hann var greinilega búinn að borða svo lítið undanfarið að hann bara missti sig þegar hann fékk loksins einhvern mat =Þ
Og hver haldiði hafi mætt í partýið? Bara manneskja sem lítur ALVEG ÚT EINS OG LINDSAY LOHAN!!!!!
Það er ótrúlegt hvað getur gerst þegar maður þekkir fólk =Þ
Og svo eftir þetta vildi Erla fara í Twister...þannig að við þurftum að fara aftur í Twister...og ég þurfti svo að snúa þegar hún og Bjössi voru að spila saman...og ég svindlaði kannski pínu =Þ Ég lét hann fá mjög mikið af erfiðum pósum *híhí*
*evil laugh*
Og svo var hann alveg búinn á því þegar þetta var búið...
Greyið...en kannski var þetta stoltið sem var marið eftir að hafa tapað svo mikið í Twister...
Svo ætla ég að bæta við smá lokaorðum og segja að ég er mjög sátt við umgengnið um helgina og þakka öllum sem sáu sér fært um að mæta að henda öllu í viðeigandi ruslatunnu...
Allavega...Þegar ég kom fór ég að skipta um föt og þá var falleg sjón í sófanum mínum...
sem sagt fólk að leiðast...tss...það þurfti þá að redda því...
Og þess vegna var stungið upp á því að fara í Twister...það er samt óþarfi að rifja upp hver átti þá stórkostlegu hugmynd...
Ég verð samt að viðurkenna það að ég hef sjaldan skemmt mér jafn vel og að horfa á annað fólk half drepa hvort annað í þessum leik =Þ
Eins og sést á öllum þessum stórskemmtilegum myndum =)
Alveg snilld...
Sérstaklega þegar það kom ísmoli út úr frystinum alveg sjálfur og hoppaði eftir gólfinu beint í nærbuxurnar hans Vífils *haha* og það var alveg engum að kenna. Síst af öllum mér *sjáiði geislabauginn?*
Svo daginn eftir kom fólk aftur í heimsókn...
Bjössi hefur verið mikið að pæla í hvað hann er að borða undanfarið...og er kominn í átak núna. Þótt að það sést ekki á næstu mynd...
Hann var greinilega búinn að borða svo lítið undanfarið að hann bara missti sig þegar hann fékk loksins einhvern mat =Þ
Og hver haldiði hafi mætt í partýið? Bara manneskja sem lítur ALVEG ÚT EINS OG LINDSAY LOHAN!!!!!
Það er ótrúlegt hvað getur gerst þegar maður þekkir fólk =Þ
Og svo eftir þetta vildi Erla fara í Twister...þannig að við þurftum að fara aftur í Twister...og ég þurfti svo að snúa þegar hún og Bjössi voru að spila saman...og ég svindlaði kannski pínu =Þ Ég lét hann fá mjög mikið af erfiðum pósum *híhí*
*evil laugh*
Og svo var hann alveg búinn á því þegar þetta var búið...
Greyið...en kannski var þetta stoltið sem var marið eftir að hafa tapað svo mikið í Twister...
Svo ætla ég að bæta við smá lokaorðum og segja að ég er mjög sátt við umgengnið um helgina og þakka öllum sem sáu sér fært um að mæta að henda öllu í viðeigandi ruslatunnu...
laugardagur, 2. febrúar 2008
Kertastjakar og túlipanar
Eins og allir hérna ættu að vita, útskrifaðist ég 21. des. 2007 og fékk fullt af æðislegum gjöfum frá fullt af vinum og ættingjum, en gjöfin sem Doddi, Pia og krakkarnir þeirra út í Svíþjóð gáfu mér var send í pósti stutt eftir jól þannig að ég fékk hana eftir að mamma og pabbi fóru aftur út. Og auðvitað varð mamma alveg sjúklega forvitin um hvað ég fékk þannig að ég ákvað að skella einni mynd af kertastjökunum sem þau gáfu mér á bloggið svo þau gátu séð...og allir hinir sem lesa bloggið mitt auðvitað =Þ
Eins og þið sjáið þá eru þetta alveg klikkaðislega flottir kertastjakar...simple, yet elegant eins og ég sagði þegar ég sá þá fyrst =)
Og ég vill þakka Dodda og Piu og krökkunum þeirra fyrir þessa yndislegu útskriftargjöf =)
Svo um daginn var ég eitthvað down og leið eitthvað illa. Ég var samt ekkert að auglýsa það þannig að ég veit að vinirnir mínir hefðu væntanlega ekki geta gert neitt í því, af því að ég sagði þeim það ekki. En, Þórhildur kom í vinnuna til mín með Önnu Maríu og þær komu með gjöf handa mér ^^
Það var svo krúttlegt af þeim að ég fór næstumþví að gráta =Þ
Allavega, ég ætla að láta þetta duga núna, af því að ég er að fara að gera hluti með vinum mínum =)
Dagmar Ýr
Eins og þið sjáið þá eru þetta alveg klikkaðislega flottir kertastjakar...simple, yet elegant eins og ég sagði þegar ég sá þá fyrst =)
Og ég vill þakka Dodda og Piu og krökkunum þeirra fyrir þessa yndislegu útskriftargjöf =)
Svo um daginn var ég eitthvað down og leið eitthvað illa. Ég var samt ekkert að auglýsa það þannig að ég veit að vinirnir mínir hefðu væntanlega ekki geta gert neitt í því, af því að ég sagði þeim það ekki. En, Þórhildur kom í vinnuna til mín með Önnu Maríu og þær komu með gjöf handa mér ^^
Það var svo krúttlegt af þeim að ég fór næstumþví að gráta =Þ
Allavega, ég ætla að láta þetta duga núna, af því að ég er að fara að gera hluti með vinum mínum =)
Dagmar Ýr
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)