YAY!!! Þetta er hundraðasta bloggfærsla mín á þessu bloggi. WOO!!! Þetta er tilefni til að halda uppá skal ég segja ykkur =Þ ekki það að ég nenni því eða neitt =Þ
En allavega...ég vildi bara láta ykkur öll vita af nokkrum skrítnum atburðum sem áttu sér stað í dag...
Í fyrsta lagi, var klukkan eitthvað um 9 eða 10 í morgun og ég horfi út um gluggann í vinnunni, og sé akkúrat strætó fara framhjá. Þetta er kannski ekki frásögufærandi af því að það eru þrír strætóar sem keyra framhjá með reglulega millibili framhjá vinnunni minni, en það eru 4, 5 og 12. Mér brá þá ekkert smá þegar ég sá að þetta var 3 að keyra framhjá...
Og svo í öðru lagi, er ég á leiðinni heim eftir langan og erfiðan vinnudag og ég er búin að ýta á takkan í strætónum til að láta bílstjóran vita að ég vill komast úr honum. Ég stend hjá hurðinni, þolinmóð að bíða eftir að hann stoppi, þegar þrír gaurar (sem ég ætti kannski eiginlega að kalla fávita) hlaupa fyrir framan strætóinn. Það varð ekkert slys eða neitt, en bílstjórinn hemlaði aðeins fastar en hann hefði kannski þurft að gera annars. Þá heldur bílstjórinn auðvitað að strákarnir ætla að fara inní strætóinn og hann opnar þ.a.l. framhurðina. Og er er ennþá að bíða eftir að hann opni bakhurðirnar svo ég komist út. Strákarnir eru svo ekkert að fara í strætóinn þannig að bílstjórinn lokar bara hurðinni og leggur af stað.
Og gleymdi að hleypa mér út
Gamla-Dagmar hefði staðið þarna eins og fífl og verið of feimin til að öskra á bílstjórann til þess að vinsamlegast hleypa sér út, en Nýja-ófeimna-Dagmar hefur tekið við af þessari gömlu, og ég náði að láta bílstjórann stoppa =) og þurfti meira að segja að labba styttri vegalengd út af þessu klúðri.
Og strákarnir hlóu eins og hýenur á hlátursgasi þegar þeir sáu að bílstjórinn hefði eitthvað ruglast og gleymt að hleypa mér út...eins og ég sagði...fávitar.
En þá er bloggkvótinn minn búinn í dag..það er ekki oft sem ég blogga svona mikið á einum degi =Þ
Blæ
Dagmar Ýr
P.S. aftur, til hamingju með afmælið Jóhanna =D *fingurkoss til þín á Suðureyri*
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Til hamingju með bloggfærslu nr. 100:-)
Koss og knús frá Maju frænku
Flott hjá þessari nýju-ófeimnu-Dagmar, mér líst mjög vel á hana :-)
Til hamingju með 100 færsluna.
Ég elska þig,
þín mamma
Skrifa ummæli