miðvikudagur, 6. febrúar 2008

Næturvaktir og strætó

Eru bæði ömurleg. Og ég þarf ekki einusinni að vera á næturvöktum. En ég er alltaf á kvöldvöktum í vinnunni og þá þarf ég að bíða eftir næturverðinum sem á að taka við af mér. Og næturvaktin byrjar kl 23. Þannig að mér finnst ekki vera of mikið ætlast þegar maður vill fá næturvörðinn í vinnuna amk 5 mín í 11. En nei. Ef ég væri með 14 fingur, gæti ég talið á einni hendi hversu oft næturvörðurinn hefur mætt fyrir ellefu. Og það er ekki eins og þetta sé alltaf sami næturvörðurinn sem á að koma. Það eru nokkrir næturverðir sem vinna í búðinni sem ég vinn í og þeir mæta allir seint. Það er eins og Öryggismiðstöðin er að kenna óstundvísi. Og þetta er bara ömurlegt.

Svo er það strætókerfið sem mér finnst vera rugl líka. Ég ætla samt ekki að tuða um það meira en ég þarf.
Allavega, ég er núna að spara pening alveg á fullu, og ákvað að hætta að keyra bílinn. Hann er bara í hitanum í bílskúrnum þar sem honum finnst best að vera =Þ
Og ég er með frítt strætókort sem dugar til 1. júní minnir mig, þannig að þetta virkar bara vel.
En...það er einn strætó sem fer beint frá blokkinni minni í vinnuna. Sem er alveg mjög þægilegt. Og hann fer tvisvar eftir 23 á kvöldin frá vinnunni. Kl 23.08 og 23.38 og af því að ég var að enda við að pirrast yfir næturvaktinni, ættuð þið kannski að fatta að ég get aldrei tekið strætóinn sem fer 23.08 nei. Ég þarf að bíða geðveikt lengi til að taka strætó kl 23.38 sem þýðir það að ég er komin heim kl tólf. Ef næturvörðurinn mundi koma rétt fyrir 23 þá gæti ég tekið strætó 23.08 og verið komin heim hálf tólf. En nei...það er auðvitað ekki hægt að vera frá Öryggismiðstöðinni og koma á réttum tíma. Að sjálfsögðu ekki. Hvernig læt ég?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

obob bob
ekki gleyma því að ég hef nú oft skutlað þér í vinnu og heim aftur...
;)

Dagmar Ýr sagði...

Já ég veit. Og takk fyrir það =*

Luv you!!