föstudagur, 13. júní 2008

Óhappadagur??

Í dag er föstudagurinn 13. júní 2008.

Í mínum huga er þetta hræðilegt af því að föstudagurinn 13. er óhappadagur. Ég hef reyndar aldrei slasað mig á svona degi og ég hef alltaf passað mig mjög vel að vera ekki á þannig svæðum að ég gæti slasað mig.

Í morgun fattaði ég ekki hvaða dagur var í dag. Ég er reyndar búin að vera mjög rugluð á dögum undanfarið þannig að það er kannski ekkert skrítið.

Það versta við þetta allt saman er að í gær pantaði ég mér tíma í tattoo án þess að gera mér grein fyrir því hvaða dagur yrði í dag. Ég ætla bara að vona að ég hafi bara góða hluti að blogga um þegar ég kem heim :)

Annars er voða lítið að frétta...ég fór í bíó á Sex and the City um daginn. Hún er algjör SNILLD!!! ég mæli alveg hiklaust með henni. Ef maður fílar þættina allavega. Ef ekki þá mun ykkur væntanlega ekki finnast myndin góð :P en ég er bara að tala við fólkið sem fílar þættina :D

Svo fór ég líka á You don't mess with the Zohan um daginn...hún var ágæt...

Svo er ég að fara í bíó í kvöld aftur. Ég var búin að lofa Sól að bíða með að sjá Indiana Jones þangað til hún kæmi aftur frá Spáni, og sá tími er loksins runnin upp að við höfum báðar tíma til að sjá hana á sama tíma :P

Og svo síðast, en ekki síst, vil ég þakka fólki fyrir vínflöskurnar sem ég fékk í afmælisgjöf :) Núna á ég 3 hvítvínsflöskur...ég þarf að fara að smakka þetta allt...ég hef nefnilega aldrei smakkað tvær af þessum hvítvínstegundum en ég hef heyrt að ein sé ógeðslega góð, og hin heitir svo skemmtilegu nafni að það getur ekki verið að hún sé neitt annað en frábær :P

:D

3 ummæli:

vennesla sagði...

Þú verður svo að skella inn mynd af tattooinu:-) Vona að dagurinn verði slysalaus hjá þér.

Koss og knús frá Maju frænku

Litið blogg úr villta vestrinu sagði...

Mynd af tattoinu takk og svo hvað þetta fína hvítvín heitir

Nafnlaus sagði...

Ég viðurkenni fúslega að tattúið sem hún fékk sér er mjög flott og á flottum stað :-)


kv,
Gulla