laugardagur, 14. júní 2008

Tattoo númer 2 :)

Jæja þá er ég loksins komin með nýtt tattoo!! Ég er búin að bíða eftir þessu síðan...áður en ég fékk hitt tattooið mitt örugglega :P

Ég fór í gær á House of Pain á Laugaveginum og gesta-flúrari frá Cincinatti hannaði tattooið bara fyrir mig og ég er klikkað ánægð með það. Það er líka ennþá flottara að vita það að engin annar í HEIMINUM er með þetta tattoo. Það er snilldar hugsun :P

Ég er víst búin að lofa að setja mynd af því fyrir ykkur og ég ætla að standast við það loforð...



Og ef það var einhver sem fattaði ekki, þá er tattooið á mjóbakinu mínu :D

4 ummæli:

vennesla sagði...

Ferlega flott tattoo:-) Gaman að vera með mynd á líkamanum sem enginn annar er með.

koss og knús frá Maju frænku

Litið blogg úr villta vestrinu sagði...

Þetta er töff

Villi sagði...

Ég er nú ekki mikill tattúkall, en verð að viðurkenna að þetta lítur vel út.

Nafnlaus sagði...

Þetta er geðveikt flott!!!