Ég lenti í Keflavík 23.35 í gær. Ég var komin í íbúðina rétt rúmlega 1 í morgun. Það var pínu erfitt að keyra frá Keflavík af því að ég var svo ógeðslega þreytt. Ég meina, hver væri ekki þreyttur á að hanga í London í SEXTÁN KLUKKUTÍMA eftir öðru flugi? Ein!!!! Það var ömurlegt. Ég hafði ekkert að gera. Ég þurfti að bíða í alveg 12 tíma áður en ég gat meira að segja tjekkað mig inn!! Og ég sat fyrir utan WHSmith bókabúð og ákvað að kaupa mér eitthvað að lesa og borða, þannig að ég kaupi Cosmo og eitthvað. Ég fékk meira að segja fría tösku með Cosmo :) gegt cool. Hún var mjög fín að hafa í fluginu af því að ég setti allt dótið sem mér fannst líklegt að ég mundi nota í hana og þurfti svo ekkert að standa í því að opna "alvöru" handfarangurinn minn :P Ég er svo sniðug :D
En allavega...já. Eftir einhverja klukkutíma að hanga fyrir utan bókabúðina ákvað ég að mig langaði soldið mikið að kaupa mér sudoku bók. Þannig að ég fer að leita í búðinni en þá er bara hægt að kaupa pakka með 6 bókum á 10 pund. Það er ekki eitthvað sem ég held að er sniðugt af því að ég fæ leið á sudoko mjög fljótlega, þannig að það er eiginlega bara peningasóun að kaupa sex bækur. Ég vildi bara fá eina ódýra. Þannig að ég get ekkert keypt mér sudoku þangað til ég er búin að tjekka mig inn. Og þið vitið hvað það var langt í það...
En ég komst í flugvélina á endanum, þótt að það var svakleg seinkun. Það var án djóks, röð af flugvélum að bíða eftir að mega taka á loft. Það var soldið cool. Ég hef aldrei séð 7 flugvélar bíða hver á eftir annarri svona :P
En jæja, ég þarf víst að fara að taka upp úr töskunni...þótt að ég er akkúrat engan veginn að nenna því...og ég þarf líka að versla eitthvað. Það er ekki til neinn matur hérna, nema bara það sem ég kom með frá Namibíu :P En ég vil ekki borða það ef ég er ekki með brauð, og það er ekki til neitt brauð...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Velkomin heim elskan og gott að herya að laaaanga ferðalagið hafi gengið vel :-)
kv,
mamma
Ekki stemming að chilla í London...?
vægast sagt... nei. ekki stuð í London
velkomin heim !!!!
Velkomin heim
Ég kem með hele familyen á mánudaginn 21.júlí og gisti eina nótt
Sjáumst þá
Skrifa ummæli