miðvikudagur, 30. júlí 2008

London baby!!!

Í gær fékk ég staðfestingu í tölvupósti um að miðarnir mínir og Þórhildar til London voru komnir :D

Þann 20. ágúst kl 7.50 verðum við á leiðinni til London!!! Svo seinna um daginn lenda Sól, Vífill, Svenni og Vigdís líka í London, og þá getur ævintýrið byrjað :D

Það er ekki komið alveg 100% á hreint hvað við ætlum að gera, en ég er nokkuð viss um að planið er að fara í British Museum og skoða vaxmyndasafnið hennar Madame Toussou og að sjálfsögðu að kíkja í London Eye. Og kannski kíkja á einhverja pöbba og þess háttar :P

Svo verður lagt af seinnipartinn 24. ágúst aftur til Íslands. Og núna verða allir saman í vélinni ^^

Jæja, ég vildi bara deila gleðinni minni með ykkur :D

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flott hjá ykkur að skella ykkur til London og góða ferð og góða skemmtun.

kv,
mamma

Nafnlaus sagði...

Flott hjá ykkur að skella ykkur til London og góða ferð og góða skemmtun.

kv,
mamma

Nafnlaus sagði...

Góða skemmtun í London og gangi ykkur vel að komast á hótelið :-)

kv,
mamma